Golf

Tiger spilar á Masters

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger í eldlínunni.
Tiger í eldlínunni. vísir/getty
Tiger Woods hefur gefið út að hann muni spila á Masters-mótinu í golfi í næstu viku. Tiger hefur unnið mótið fjórum sinnum, en hann hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári.

Tiger datt í fyrsta skipti í tuttugu ár útaf topp 100 listanum í vikunni, en hann var mættur á Augusta völlinn á þriðjudag til að undirbúa sig undir mótið. Hann spilaði æfingarhring á 74 höggum.

„Ég mun spila á Masters. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig og mig langar að vera þar,” sagði Tiger og bætti við: „Ég hef unnið að því að bæta minn leik og ég er spenntur fyrir keppninni. Ég kann að meta allan stuðning sem ég fæ.”

Woods hefur ekki spilað síðan í febrúar þegar hann hætti eftir ellefu holur. Eftir mótið gaf hann út að hann myndi taka sér smá frí frá golfi, en ekki var það lengra en það að Tiger mun spila á Masters sem fram fer í næstu viku. Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×