Golf

Tiger keppir næst í lok janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger í endurkomumóti sínu á Bahamas.
Tiger í endurkomumóti sínu á Bahamas. vísir/getty
Dagskráin á nýja árinu er smám saman að skýrast hjá kylfingnum Tiger Woods sem snéri til baka undir lok síðasta árs eftir langvinn meiðsli.

Tiger ætlar að taka þátt á Opna Farmers Insurance-mótinu sem fer fram á Torrey Pines í San Diego. Mótið hefst þann 26. janúar.

Svo ætlar Tiger að vera með á Genesis Open sem hefst 16. febrúar og í kjölfarið kemur svo Honda Classic-mótið.

Tiger varð í 15. sæti á Hero World Challenge í desember og sýndi þá ágætis tilþrif. Betri en margir áttu eflaust von á.

Tiger segist vera sérstaklega spenntur fyrir því að spila á Genesis Open.

„Það verður gaman að koma aftur til Riviera. Þar spilaði ég á mínu fyrsta PGA-móti er ég var 16 ára. Ég var rétt rúmlega 50 kíló og þetta mót breytti lífi mínu,“ sagði Tiger léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×