Golf

Tiger íhugaði alvarlega að hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var létt yfir Tiger á Bahamas í gær.
Það var létt yfir Tiger á Bahamas í gær. vísir/getty
Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í dag en það sá hann ekki endilega fyrir sér er hann lá heima hjá sér mjög þjáður eftir tvær bakaðgerðir.

Tiger spilaði síðast á golfmóti í lok ágúst á síðasta ári og biðin er því orðin ansi löng. Hann ætlaði að snúa fyrr til baka en frestaði endurkomunni ítrekað. Nú er hann aftur á móti tilbúinn.

Sjá einnig: Getur Tígurinn enn bitið frá sér?

„Þetta var mjög erfitt og um tíma íhugaði ég það alvarlega að hætta,“ sagði Tiger en hann mun spila með Patrick Reed í dag á hetjumótinu sem hann stendur sjálfur fyrir.

„Ég komst ekki fram úr rúminu. Ég gat ekki hreyft mig. Hvernig í ósköpunum átti ég að geta hugsað um að spila atvinnugolf á meðan ég komst ekki fram úr rúminu.“

Mótið í dag hefst klukkan 18.00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×