Handbolti

Þýskaland fór illa að ráði sínu gegn gegn Brasilíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu í handbolta töpuðu með þremur mörkum, 33-30, gegn heimamönnum, Brasilíu, á Ólympíuleikunum sem fara fram í Ríó um þessar mundir.

Leikurinn var í jafnræði framan af þó heimamenn hefðu byrjað betur, en staðan eftir stundarfjórðung var 9-8 Brössum í vil. Staðan í hálfleik var svo 17-16 Brasilíu í vil.

Þjóðverjarnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel og voru tveimur mörkum yfir, 25-23, um miðjan síðari hálfleik, en þá springu heimamenn út.

Þeir skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 26-25, en Þjóðverjar jöfnuðu strax metin. Þá skoruðu heimamenn aftur þrjú mörk í röð og þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu loks þriggja marka sigur, 33-30.

Fabio Chiuffa skoraði átta mörk fyrir Brasilíu, en Tobias Reichmann var markahæstur Þjóðverja með sex mörk.

Slóvenía, Þýskaland og Brasilía eru öll með fjögur stig í B-riðil, Pólland og Egyptaland eru með tvö og Svíar eru án stiga á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×