Viðskipti innlent

Þykkvabæjar til sölu

Sveinn Arnarson skrifar
Þykkvabæjar er stórtækt fyrirtæki í kartöfluframleiðslu.
Þykkvabæjar er stórtækt fyrirtæki í kartöfluframleiðslu.
Hið gamalgróna fyrirtæki Þykkvabæjarkartöflur hf. er til sölumeðferðar hjá KPMG. Þetta staðfestir Markús Ársælsson, stærsti eigandi fyrirtækisins.

„KPMG er með fyrirtækið í sölumeðferð og leitar nú að áhugasömum kaupendum. Fyrirtækið stendur vel á þessum tíma og við erum aðeins að velta þessu fyrir okkur,“ segir Markús. KPMG hefur verið með fyrirtækið í sölumeðferð í um fjórar vikur og ætlar KPMG að taka nokkrar vikur til viðbótar til að finna fjárfesta sem vilja kaupa fyrirtækið.

Hagnaður varð á rekstri félagsins á árinu 2013 sem nam 13,5 milljónum króna samanborið við 25 milljóna króna tap árið áður.

Á fjórða tug einstaklinga eru hluthafar í fyrirtækinu sem hefur sérhæft sig á síðustu árum í fullvinnslu á kartöflum til neytenda. Rúmlega tuttugu starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu í dag.

Friðrik Magnússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, vildi ekki ræða við blaðamann um sölu fyrirtækisins þegar eftir því var leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×