Þykir fátt eins endurnærandi og að rækta garðinn sinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Iða Brá tekur við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingabankasviðs af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Vísir/Pjetur Iða Brá Benediktsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Sem slík er hún yfirmaður markaðsviðskipta, greiningardeildar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess situr framkvæmdastjóri í Framkvæmdastjórn bankans. Iða Brá tók við starfinu af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Iða Brá útskrifaðist með B.Sc.-próf í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og tók svo M.Sc. í fjármálum frá Rotterdam School of Management í Hollandi árið 2004. Að auki er hún með með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá lætur vel af dvölinni í Hollandi. Iða Brá segir að námið í Rotterdam School of Management hafi verið gott. Þá hafi líka hentað að flytja til Hollands þar sem maðurinn hennar var framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Hollandi. Iða Brá byrjaði að vinna í bankakerfinu árið 1999 og hefur komið víða við hjá Arion banka og forverum hans. Hún hefur meðal annars starfað í fyrirtækjaráðgjöf, greiningardeild, fjármögnun bankans, stýrt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir, verið í fjárfestatengslum og stýrt samskiptasviði bankans. „Nú síðast var ég forstöðumaður Einkabankaþjónustu þar sem við stýrum eignum fyrir fjársterka aðila, fyrirtæki og stofnanir,“ segir hún. Iða Brá sér tækifæri í nýja starfinu og fyrir Arion banka fram undan. „Það eru hagstæðar aðstæður í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, kröftugur hagvöxtur og fjárfesting að taka við sér. Þá hillir nú undir afléttingu fjármagnshafta sem felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Við höfum einnig séð töluverðan áhuga á Íslandi erlendis enda kemur Ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga lítil, góður hagvöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega,“ segir hún. Iða Brá á fjölmörg áhugamál sem hún reynir að sinna þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég er með þrjú börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Mikill hluti þess tíma sem er aflögu fer í að fylgja þeim eftir í tómstundum og námi. Svo höfum við reynt að haga áhugamálum þannig að þau geti tekið þátt í þeim. Þannig að við förum mikið á skíði og reynum að ferðast eins og hægt er. Og ég les frekar mikið,“ segir Iða Brá. Þá verði yfirleitt skáldsögur fyrir valinu. Á sumrin leggur Iða Brá áherslu á að rækta upp garðinn við heimili sitt. „Mér finnst fátt jafn endurnærandi og að vinna í garðinum.“ Iða Brá verður fertug á árinu og hafði hugsað sér að nýta árið til þess að verða slarkfær á píanó í tilefni tímamótanna. „Sjáum til hvernig það gengur.“ Tengdar fréttir Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Iða Brá Benediktsdóttir var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Sem slík er hún yfirmaður markaðsviðskipta, greiningardeildar og fyrirtækjaráðgjafar. Auk þess situr framkvæmdastjóri í Framkvæmdastjórn bankans. Iða Brá tók við starfinu af Halldóri Bjarkari Lúðvígssyni. Iða Brá útskrifaðist með B.Sc.-próf í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og tók svo M.Sc. í fjármálum frá Rotterdam School of Management í Hollandi árið 2004. Að auki er hún með með próf í verðbréfaviðskiptum. Iða Brá lætur vel af dvölinni í Hollandi. Iða Brá segir að námið í Rotterdam School of Management hafi verið gott. Þá hafi líka hentað að flytja til Hollands þar sem maðurinn hennar var framkvæmdastjóri hjá Samskipum í Hollandi. Iða Brá byrjaði að vinna í bankakerfinu árið 1999 og hefur komið víða við hjá Arion banka og forverum hans. Hún hefur meðal annars starfað í fyrirtækjaráðgjöf, greiningardeild, fjármögnun bankans, stýrt samskiptum við erlendar fjármálastofnanir, verið í fjárfestatengslum og stýrt samskiptasviði bankans. „Nú síðast var ég forstöðumaður Einkabankaþjónustu þar sem við stýrum eignum fyrir fjársterka aðila, fyrirtæki og stofnanir,“ segir hún. Iða Brá sér tækifæri í nýja starfinu og fyrir Arion banka fram undan. „Það eru hagstæðar aðstæður í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, kröftugur hagvöxtur og fjárfesting að taka við sér. Þá hillir nú undir afléttingu fjármagnshafta sem felur í sér tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki. Við höfum einnig séð töluverðan áhuga á Íslandi erlendis enda kemur Ísland vel út núna í alþjóðlegum samanburði. Verðbólga lítil, góður hagvöxtur, lítið atvinnuleysi auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa lækkað verulega,“ segir hún. Iða Brá á fjölmörg áhugamál sem hún reynir að sinna þegar hún er ekki í vinnunni. „Ég er með þrjú börn á aldrinum fjögurra til sextán ára. Mikill hluti þess tíma sem er aflögu fer í að fylgja þeim eftir í tómstundum og námi. Svo höfum við reynt að haga áhugamálum þannig að þau geti tekið þátt í þeim. Þannig að við förum mikið á skíði og reynum að ferðast eins og hægt er. Og ég les frekar mikið,“ segir Iða Brá. Þá verði yfirleitt skáldsögur fyrir valinu. Á sumrin leggur Iða Brá áherslu á að rækta upp garðinn við heimili sitt. „Mér finnst fátt jafn endurnærandi og að vinna í garðinum.“ Iða Brá verður fertug á árinu og hafði hugsað sér að nýta árið til þess að verða slarkfær á píanó í tilefni tímamótanna. „Sjáum til hvernig það gengur.“
Tengdar fréttir Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Iða Brá tekur við af Halldóri Bjarkar Iða Brá Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjárfestingarsviðs Arion banka. 10. febrúar 2016 09:33