Erlent

Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Tyrkneskir hermenn fylgjast með vígamönnum reka fólk frá landamærunum.
Tyrkneskir hermenn fylgjast með vígamönnum reka fólk frá landamærunum. Vísir/AFP
Þúsundir Sýrlendinga reyndu að flýja átök á milli Kúrda og ISIS í norðaustur Sýrlandi. Kúrdar, studdir af loftárásum Bandaríkjanna, hafa sótt hratt fram gegn ISIS við landamærabæinn Tal Abyad. Fólkið reyndi að flýja yfir landamæri Tyrklands en mættu þau hermönnum sem beittu vatnsbyssum gegn þeim og skutu gúmmíkúlum á þau.

Fólkið beið við gaddavírsgirðingar við landamærin eftir að fá að fara yfir til Tyrklands en það leyfi fékkst aldrei. Vígamenn Íslamska ríkisins komu þungvopnaðir á vettvang og ráku fólkið aftur inn í bæinn, sem Kúrdar sitja nú um.

Embættismenn í Tyrklandi segjast hafa tekið á móti um 13.500 flóttamönnum síðustu daga, en þeir hleyptu engum yfir landamærin í gærkvöldi.

Takist Kúrdum að hertaka bæinn missir Íslamska ríkið mikilvæga leið erlendra vígamanna inn í landið.

Á myndum frá landamærunum má sjá hvernig vígamenn Íslamska ríkisins voru einungis í nokkurra metra fjarlægð frá tyrkneskum hermönnum.

Flóttafólkið beið við landamærin um nokkurt skeið áður en vígamennirnir mættu á svæðið.Vísir/AFP
Fólkið var rekið aftur til heimila sinna, sem mörg hver eru á virku átakasvæði.Vísir/AFP
Vígamenn Íslamska ríkisins.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×