Erlent

Þúsundir söfnuðust saman til að mótmæla ofbeldi gegn konum

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir komu saman fyrir framan þinghúsið í Buenos Aires.
Þúsundir komu saman fyrir framan þinghúsið í Buenos Aires. Vísir/AFP
Mörg þúsund manns komu saman í argentínsku höfuðborginni Buenos Aires í dag til að mótmæla ofbeldi gegn konum. Sambærileg mótmæli fóru einnig fram í Chile og Úrúgvæ.

Boðað var til mótmælanna í kjölfar tíðra fregna af ofbeldismálum að undanförnu sem hafa vakið hörð viðbrögð í Suður-Ameríku.

Þannig var leikskólakennari myrtur af fyrrum eiginmanni sínum fyrir framan bekk sinn í Cordoba-héraði í apríl síðastliðinn og fjórtán ára stúlka drepin af kærasta sínum þar sem hún var ólétt.

Í frétt BBC kemur fram að kvenréttindasamtök, verkalýðsfélög, stjórnmálaflokkar og kaþólska kirkjan hafi öll lýst yfir stuðningi við mótmælin. Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi og Cristina Fernandez de Kirchner Argentínuforseti hafa sömuleiðis sagst styðja baráttuna.

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×