Þúsundir skotveiðimanna á fjöllum Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2014 11:18 Margrét Pétursdóttir rjúpnaskytta er með allt sitt á hreinu. Og vonandi er svo með alla þá sem nú arka til veiða. visir/gva Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og gert er ráð fyrir því að þúsundir skotveiðimanna hafi arkað á fjöll þegar í morgun í ákafri og erfiðri leit að þessum eftirsótta hænsnfugli sem á svo mörgum bæjum þykir ómissandi í jólaveisluna. Rjúpnastofninn er í uppsveiflu eftir mjög erfið ár að undanförnu. Stofninn er þó undir meðaltali. Sala á rjúpum er bönnuð og hefur það dregið úr magnveiði. Umhverfisráðuneytið skorar á veiðimenn að stilla veiðum í hóf. En, víst er að margir ganga tugi kílómetra við erfiðar aðstæður, og sjá ekki svo mikið sem fjöður. Ómögulegt er að segja hversu margir fóru til veiða áður en birti, um það eru engar tölur. Veður er ágætt til veiða í dag. „Ég hef ekki hugmynd um hvort það eru til einhverjar tölur eða fyrirliggjandi mat á því hversu margir eru á veiðum,“ segir Gísli Símonarson, hjá Landsbjörg. En, hann og hans menn eru í viðbragðsstöðu vegna veiðanna. „Já, alltaf á þessum tíma árs kemur alltaf innspýting af útköllum og við förum til að leita að einstaklingum sem skila sér ekki til baka eftir veiðar. Sem betur fer eru flestir með sitt á hreinu en það kemur alltaf eitthvað óvænt uppá, bílar bila og svo framvegis og það tekur alltaf tíma að sinna þessu. Það sparar okkur heilmikla vinnu og kostnað ef menn eru með fjarskipti og ferðaplan í lagi. Og uppfæra þær ef verða breytingar. Mikilvægt að ... tengilið heima eða SaveTravel, þannig að það sé ekki verið að bíða eftir þér í mat en þú varst löngu búinn að ákveða að þú ætlaðir annað. Og fylgjast með veðurspá. Hún getur breyst fljótt. Rjúpnaveiðitímabilið stendur til sunnudagsins 16. nóvember. Á þessu tímabili eru veiðar heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Gísli segir að sem betur fer hafi dregið úr útköllum, leit eftir rjúpnaskyttum, sé litið til lengri tíma. En, allur er varinn góður. Landsbjörg hefur gefið út ferðareglur rjúpnaskyttunnar og vert fyrir alla þá sem ætla á fjöll að gefa þeim gaum og fara vandlega yfir þær áður en lagt er af stað í veiðiferðina.Ferðareglur rjúpnaskyttunnar• Fylgist með veðurspá og farið eftir henni • Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum og/eða á vefnum www.safetravel.is • Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um • Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau • Klæðist skjólgóðum fatnaði sem hentar til útivistar • Takið með sjúkragögn og neyðarfæði • Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað • Ferðist ekki einbíla • Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur • Munið að akstur og áfengi fer ekki saman • Notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða eða fjórhjóli • Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur Tengdar fréttir Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu skoraði á rjúpnaskyttur að vera í góðum skóm þá er þeir gengju til veiða. 24. október 2014 10:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og gert er ráð fyrir því að þúsundir skotveiðimanna hafi arkað á fjöll þegar í morgun í ákafri og erfiðri leit að þessum eftirsótta hænsnfugli sem á svo mörgum bæjum þykir ómissandi í jólaveisluna. Rjúpnastofninn er í uppsveiflu eftir mjög erfið ár að undanförnu. Stofninn er þó undir meðaltali. Sala á rjúpum er bönnuð og hefur það dregið úr magnveiði. Umhverfisráðuneytið skorar á veiðimenn að stilla veiðum í hóf. En, víst er að margir ganga tugi kílómetra við erfiðar aðstæður, og sjá ekki svo mikið sem fjöður. Ómögulegt er að segja hversu margir fóru til veiða áður en birti, um það eru engar tölur. Veður er ágætt til veiða í dag. „Ég hef ekki hugmynd um hvort það eru til einhverjar tölur eða fyrirliggjandi mat á því hversu margir eru á veiðum,“ segir Gísli Símonarson, hjá Landsbjörg. En, hann og hans menn eru í viðbragðsstöðu vegna veiðanna. „Já, alltaf á þessum tíma árs kemur alltaf innspýting af útköllum og við förum til að leita að einstaklingum sem skila sér ekki til baka eftir veiðar. Sem betur fer eru flestir með sitt á hreinu en það kemur alltaf eitthvað óvænt uppá, bílar bila og svo framvegis og það tekur alltaf tíma að sinna þessu. Það sparar okkur heilmikla vinnu og kostnað ef menn eru með fjarskipti og ferðaplan í lagi. Og uppfæra þær ef verða breytingar. Mikilvægt að ... tengilið heima eða SaveTravel, þannig að það sé ekki verið að bíða eftir þér í mat en þú varst löngu búinn að ákveða að þú ætlaðir annað. Og fylgjast með veðurspá. Hún getur breyst fljótt. Rjúpnaveiðitímabilið stendur til sunnudagsins 16. nóvember. Á þessu tímabili eru veiðar heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Gísli segir að sem betur fer hafi dregið úr útköllum, leit eftir rjúpnaskyttum, sé litið til lengri tíma. En, allur er varinn góður. Landsbjörg hefur gefið út ferðareglur rjúpnaskyttunnar og vert fyrir alla þá sem ætla á fjöll að gefa þeim gaum og fara vandlega yfir þær áður en lagt er af stað í veiðiferðina.Ferðareglur rjúpnaskyttunnar• Fylgist með veðurspá og farið eftir henni • Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum og/eða á vefnum www.safetravel.is • Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um • Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau • Klæðist skjólgóðum fatnaði sem hentar til útivistar • Takið með sjúkragögn og neyðarfæði • Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað • Ferðist ekki einbíla • Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur • Munið að akstur og áfengi fer ekki saman • Notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða eða fjórhjóli • Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur
Tengdar fréttir Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu skoraði á rjúpnaskyttur að vera í góðum skóm þá er þeir gengju til veiða. 24. október 2014 10:40 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu skoraði á rjúpnaskyttur að vera í góðum skóm þá er þeir gengju til veiða. 24. október 2014 10:40