LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ NÝJAST 06:00

Stoltur af ţessu

SPORT

Ţúsundir minntust látinna

 
Erlent
07:00 11. JANÚAR 2016
François Hollande Frakklandsforseti var viđstaddur athöfnina.
François Hollande Frakklandsforseti var viđstaddur athöfnina. VÍSIR/EPA

Fjölmargir söfnuðust saman á strætum Parísarborgar í Frakklandi í gær til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása ársins 2015, jafnt árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo sem og árásanna í nóvember síðastliðnum.

Mikil og ströng öryggisgæsla var á Lýðveldistorginu við minningarathöfn sem þar fór fram. Mættu þangað meðal annarra François Hollande Frakklandsforseti og Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar. Þau lögðu blómsveig að styttunni á torginu og opinberuðu minnisvarða á torginu.

Lýðveldistorgið hefur, frá árásunum í nóvember, orðið óopinbert minnismerki árásanna sem og samkomustaður til að ræða tjáningarfrelsi og hin frönsku höfuðgildi, frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Tólf féllu fyrir hendi vígamanna í árásunum á skristofu Charlie Hebdo, fimm í árásum á matvöruverslun nokkrum dögum síðar og 130 í árásunum í nóvember. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ţúsundir minntust látinna
Fara efst