Ţúsundir minntust látinna

 
Erlent
07:00 11. JANÚAR 2016
François Hollande Frakklandsforseti var viđstaddur athöfnina.
François Hollande Frakklandsforseti var viđstaddur athöfnina. VÍSIR/EPA

Fjölmargir söfnuðust saman á strætum Parísarborgar í Frakklandi í gær til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása ársins 2015, jafnt árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo sem og árásanna í nóvember síðastliðnum.

Mikil og ströng öryggisgæsla var á Lýðveldistorginu við minningarathöfn sem þar fór fram. Mættu þangað meðal annarra François Hollande Frakklandsforseti og Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar. Þau lögðu blómsveig að styttunni á torginu og opinberuðu minnisvarða á torginu.

Lýðveldistorgið hefur, frá árásunum í nóvember, orðið óopinbert minnismerki árásanna sem og samkomustaður til að ræða tjáningarfrelsi og hin frönsku höfuðgildi, frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Tólf féllu fyrir hendi vígamanna í árásunum á skristofu Charlie Hebdo, fimm í árásum á matvöruverslun nokkrum dögum síðar og 130 í árásunum í nóvember. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ţúsundir minntust látinna
Fara efst