Erlent

Þúsundir leitað skjóls vegna útlendingahaturs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Efnt var til friðargöngu í Durban í gær gegn útlendingahatri.
Efnt var til friðargöngu í Durban í gær gegn útlendingahatri. vísir/ap
Þúsundir hafa leitað skjóls í neyðarskýlum í Suður-Afríku vegna glæpagengja sem undanfarna daga hafa ráðist á innflytjendur í borginni Durban. Mikil átök hafa geisað í Durban síðastliðna viku og hafa nú fimm fallið í bardögunum. Tugir eru særðir.

Mikið atvinnuleysi ríkir í Suður-Afríku og eru innflytjendurnir sakaðir um að hafa af innfæddum störf. Lögregla hefur reynt að skerast í leikinn en hefur það lítinn árangur borið.

Tugir létust árið 2008 þegar árásir voru gerðar á innflytjendur í Jóhannesborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×