Erlent

Þúsundir kvöddu Fídel Castro í Santiago

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fídel Castro er mjög umdeildur en mörg þúsund manns mættu á athöfn þar sem hann var kvaddur.
Fídel Castro er mjög umdeildur en mörg þúsund manns mættu á athöfn þar sem hann var kvaddur. Vísir/EPA
Þúsundir manna komu saman í Santiagoborg í gær á Kúbu til þess að kveðja fyrrum forseta landsins, Fídel Castro. Þjóðarleiðtogar frá Venesúela, Níkaragva og Bólivíu mættu einnig. BBC greinir frá.

Raúl Castro bróðir fyrrum forsetans og núverandi forseti hélt ræðu á viðburðinum þar sem hann hét því að viðhalda sósíalískum gildum byltingarinnar sem hafin var af Fídel.

Hann tilkynnti einnig að kúbversk yfirvöld hyggðust banna notkun á nafni Fídels á öllum mannvirkjum og götum landsins, að ósk hins látna forseta.

Fídel Castro  hefur alla tíð verið mjög umdeildur en flokkur hans hefur farið einn með öll völd í landinu frá árinu 1953. Stuðningsmenn hans segja hann hafa fært Kúbu aftur til fólksins og hrósa honum fyrir úrbætur í menntamálum og heilbrigðismálum landsins. 

Á meðan hafa gagnrýnendur kallað hann einræðisherra stjórnar sem ekki gat þolað gagnrýni og opna umræðu.

Ösku hans verður komið fyrir í Ifigenia kirkjugarðinum í Santiagoborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×