Erlent

Þúsundir fylgdu Ramos til grafar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá athöfninni í dag.
Frá athöfninni í dag. vísir/afp
Þúsundir lögreglumanna komu saman í dag til að minnast lögreglumannanna sem skotnir voru til bana í Brooklyn í síðustu viku. Lögreglumennirnir komu víða að, frá öllum ríkjum í Bandaríkjunum og Kanada og var minningarathöfnin í átta klukkustundir. Í kjölfarið var lögreglumanninum, Rafael Ramos, fylgt til grafar.

Lögreglumennirnir tveir voru við skyldustörf í Brooklyn í New York þegar vopnaður maður skaut þá til bana. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. Sá hafði áður hótað því að skjóta lögreglumenn.

Ramos var kvæntur, faðir tveggja drengja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×