Innlent

Þúsundir á Skólavörðuholtinu í áramótagleði

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrarmánuðina fór ekki framhjá neinum á Skólavörðuholtinu í gær þar sem erlendir ferðamenn voru í miklum meirihluta. Mannhafið var allt í kringum Hallgrímskirkju og náði hálfa leið niður Skólavörðustíginn.



Fréttamaður tók nokkra eldhressa ferðamenn tali og voru allir sammála um að sjónarspil flugeldanna væri magnað. Jafnvel betra en norðurljósin!



Viðtöl við nýtrúlofuð pör, afmælisbörn og japanska skósveina má sjá í spilaranum að ofan. Ásamt einum Breta sem ætlaði að skemmta sér þar til sólin kemur upp og gerði ráð fyrir dýru djammi.



Einnig Stefán Jónsson, íbúa í Þingholtunum, sem hefur farið á holtið frá því hann man eftir sér. „Litróf mannlífsins er orðið eins og litróf flugeldanna,“ segir hann en einnig að hann hitti færri vini og kunningja á miðnætti nú en áður enda sé svo mikill fjöldi fólks að erfitt sé að hafa yfirsýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×