Erlent

Þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Alþjóðaflóttamannastofnunin segir fjöldi dauðfalla á fyrstu mánuðum ársins séu þrjátíu sinnum hærri en á sama tímabili í fyrra.
Alþjóðaflóttamannastofnunin segir fjöldi dauðfalla á fyrstu mánuðum ársins séu þrjátíu sinnum hærri en á sama tímabili í fyrra. Vísir/AFP
Búist er við að um þúsund flóttamenn sem áhafnir á skipum ítölsku strandgæslunnar og Evrópusambandsins eru búin er að bjarga á Miðjarðarhafi komi á land á Ítalíu í dag.

Að sögn talsmanns Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar (IOM) munu 446 manns koma á land í Augusta á Sikiley og um fimm hundruð í Salerno á vesturströnd meginlands Ítalíu.

Í frétt VG kemur fram að flóttafólkið sem kemur á land í Augusta hafi verið í bát sem kom frá Alexandríu í Egyptalandi. Flestir um borð hafi verið frá Egyptalandi, Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu.

Fjöldi þeirra sem nú eru á flótta undan stríði og fátækt í Miðausturlöndum og Afríku hefur stóraukist síðustu mánuði.

Hefur það leitt til að fjöldi þeirra greiða háar fjárhæðir til komast um borð í báta sem ætlað er að sigla frá norðurströnd Afríku og alla leið til Evrópu.

Bátarnir eru þó jafnan bæði illa búnir og ofhlaðnir sem veldur því að fleiri þúsund manns hafa drukknað á leiðinni síðustu mánuði.

Alþjóðaflóttamannastofnunin segir fjöldi dauðfalla á fyrstu mánuðum ársins séu þrjátíu sinnum hærri en á sama tímabili í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×