Þurfum útlendinga í 5.000 störf Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. október 2015 09:00 Búist er við mikilli fjárfestingu í hótelum á næstu árum. Sú fjárfesting kann að hafa áhrif á íbúðafjárfestingu. vísir/gva Áætlað er að það þurfi að flytja inn vinnuafl fyrir að minnsta kosti 5.000 störf á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá greiningardeildar Arion banka, sem ber yfirskriftina Á fullu stími – forðumst skerin. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni, sagði á fundinum að þörf fyrir innflutning vinnuafls hefði aukist og þess væru þegar farin að sjást merki. Hrafn benti á að aukinn ferðamannastraumur til landsins yki eftirspurn eftir vinnuafli. „Við erum að sjá töluverðan vöxt í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu,“ sagði Hrafn. Hann benti á að vöxturinn í ferðaþjónustutengdum greinum væri töluvert meiri en annars staðar. Sá vöxtur gæti skapað spennu á vinnumarkaði á næstu árum. Anna Hrefna Ingimundardóttir, samstarfskona Hrafns hjá greiningardeildinni, sagði að búast mætti við fleiri útlendingum hingað í vinnu á næstunni. „Frá 2012 höfum við flutt inn vinnuafl og miðað við stöðuna gerum við ekki ráð fyrir öðru en að við höldum því áfram,“ sagði Anna Hrefna. Hún benti á að samkvæmt könnunum gerðu mun fleiri ráð fyrir því í september en í maí að þeir myndu fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum.Anna Hrefna IngimundardóttirÍ máli Önnu Hrefnu kom fram að búist er við meiri hagvexti núna heldur en gert var ráð fyrir í júní. Mikill hagvöxtur var á öðrum fjórðungi og Anna Hrefna segir að vísbendingar séu um hið sama á þriðja fjórðungi. Greiningardeild Arion banka gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði 5,4 prósent og verði þá mesti hagvöxtur frá árinu 2007. Svo er gert ráð fyrir að vöxturinn minnki jafnt og þétt til ársins 2018, en þá er gert ráð fyrir að hann verði 2,5 prósent. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að hagvöxturinn í ár og á næsta ári verði aðallega borinn uppi af einkaneyslu og fjárfestingu. Fjárfestingar í hótelum og kísilverum eiga mikinn þátt í atvinnuvegafjárfestingu, en einnig innflutningur skipa og flugvéla. Anna Hrefna segist vonast til þess að íbúðafjárfesting fari að taka við sér vegna stöðunnar á markaði. „Það kom á óvart hvað tölurnar á fyrstu tveimur fjórðungum ársins í íbúðafjárfestingu voru slakar. Hugsanlega er einhver samkeppni við hótel þar um vinnuafl, fjármagn og aðföng,“ segir Anna Hrefna. Einnig kunni að vera að slæmt veðurfar á fyrsta fjórðungi hafi haft áhrif. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Áætlað er að það þurfi að flytja inn vinnuafl fyrir að minnsta kosti 5.000 störf á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá greiningardeildar Arion banka, sem ber yfirskriftina Á fullu stími – forðumst skerin. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni, sagði á fundinum að þörf fyrir innflutning vinnuafls hefði aukist og þess væru þegar farin að sjást merki. Hrafn benti á að aukinn ferðamannastraumur til landsins yki eftirspurn eftir vinnuafli. „Við erum að sjá töluverðan vöxt í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu,“ sagði Hrafn. Hann benti á að vöxturinn í ferðaþjónustutengdum greinum væri töluvert meiri en annars staðar. Sá vöxtur gæti skapað spennu á vinnumarkaði á næstu árum. Anna Hrefna Ingimundardóttir, samstarfskona Hrafns hjá greiningardeildinni, sagði að búast mætti við fleiri útlendingum hingað í vinnu á næstunni. „Frá 2012 höfum við flutt inn vinnuafl og miðað við stöðuna gerum við ekki ráð fyrir öðru en að við höldum því áfram,“ sagði Anna Hrefna. Hún benti á að samkvæmt könnunum gerðu mun fleiri ráð fyrir því í september en í maí að þeir myndu fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum.Anna Hrefna IngimundardóttirÍ máli Önnu Hrefnu kom fram að búist er við meiri hagvexti núna heldur en gert var ráð fyrir í júní. Mikill hagvöxtur var á öðrum fjórðungi og Anna Hrefna segir að vísbendingar séu um hið sama á þriðja fjórðungi. Greiningardeild Arion banka gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði 5,4 prósent og verði þá mesti hagvöxtur frá árinu 2007. Svo er gert ráð fyrir að vöxturinn minnki jafnt og þétt til ársins 2018, en þá er gert ráð fyrir að hann verði 2,5 prósent. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að hagvöxturinn í ár og á næsta ári verði aðallega borinn uppi af einkaneyslu og fjárfestingu. Fjárfestingar í hótelum og kísilverum eiga mikinn þátt í atvinnuvegafjárfestingu, en einnig innflutningur skipa og flugvéla. Anna Hrefna segist vonast til þess að íbúðafjárfesting fari að taka við sér vegna stöðunnar á markaði. „Það kom á óvart hvað tölurnar á fyrstu tveimur fjórðungum ársins í íbúðafjárfestingu voru slakar. Hugsanlega er einhver samkeppni við hótel þar um vinnuafl, fjármagn og aðföng,“ segir Anna Hrefna. Einnig kunni að vera að slæmt veðurfar á fyrsta fjórðungi hafi haft áhrif.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira