Þurfum útlendinga í 5.000 störf Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. október 2015 09:00 Búist er við mikilli fjárfestingu í hótelum á næstu árum. Sú fjárfesting kann að hafa áhrif á íbúðafjárfestingu. vísir/gva Áætlað er að það þurfi að flytja inn vinnuafl fyrir að minnsta kosti 5.000 störf á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá greiningardeildar Arion banka, sem ber yfirskriftina Á fullu stími – forðumst skerin. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni, sagði á fundinum að þörf fyrir innflutning vinnuafls hefði aukist og þess væru þegar farin að sjást merki. Hrafn benti á að aukinn ferðamannastraumur til landsins yki eftirspurn eftir vinnuafli. „Við erum að sjá töluverðan vöxt í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu,“ sagði Hrafn. Hann benti á að vöxturinn í ferðaþjónustutengdum greinum væri töluvert meiri en annars staðar. Sá vöxtur gæti skapað spennu á vinnumarkaði á næstu árum. Anna Hrefna Ingimundardóttir, samstarfskona Hrafns hjá greiningardeildinni, sagði að búast mætti við fleiri útlendingum hingað í vinnu á næstunni. „Frá 2012 höfum við flutt inn vinnuafl og miðað við stöðuna gerum við ekki ráð fyrir öðru en að við höldum því áfram,“ sagði Anna Hrefna. Hún benti á að samkvæmt könnunum gerðu mun fleiri ráð fyrir því í september en í maí að þeir myndu fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum.Anna Hrefna IngimundardóttirÍ máli Önnu Hrefnu kom fram að búist er við meiri hagvexti núna heldur en gert var ráð fyrir í júní. Mikill hagvöxtur var á öðrum fjórðungi og Anna Hrefna segir að vísbendingar séu um hið sama á þriðja fjórðungi. Greiningardeild Arion banka gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði 5,4 prósent og verði þá mesti hagvöxtur frá árinu 2007. Svo er gert ráð fyrir að vöxturinn minnki jafnt og þétt til ársins 2018, en þá er gert ráð fyrir að hann verði 2,5 prósent. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að hagvöxturinn í ár og á næsta ári verði aðallega borinn uppi af einkaneyslu og fjárfestingu. Fjárfestingar í hótelum og kísilverum eiga mikinn þátt í atvinnuvegafjárfestingu, en einnig innflutningur skipa og flugvéla. Anna Hrefna segist vonast til þess að íbúðafjárfesting fari að taka við sér vegna stöðunnar á markaði. „Það kom á óvart hvað tölurnar á fyrstu tveimur fjórðungum ársins í íbúðafjárfestingu voru slakar. Hugsanlega er einhver samkeppni við hótel þar um vinnuafl, fjármagn og aðföng,“ segir Anna Hrefna. Einnig kunni að vera að slæmt veðurfar á fyrsta fjórðungi hafi haft áhrif. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Áætlað er að það þurfi að flytja inn vinnuafl fyrir að minnsta kosti 5.000 störf á næstu fjórum árum. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá greiningardeildar Arion banka, sem ber yfirskriftina Á fullu stími – forðumst skerin. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá greiningardeildinni, sagði á fundinum að þörf fyrir innflutning vinnuafls hefði aukist og þess væru þegar farin að sjást merki. Hrafn benti á að aukinn ferðamannastraumur til landsins yki eftirspurn eftir vinnuafli. „Við erum að sjá töluverðan vöxt í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu,“ sagði Hrafn. Hann benti á að vöxturinn í ferðaþjónustutengdum greinum væri töluvert meiri en annars staðar. Sá vöxtur gæti skapað spennu á vinnumarkaði á næstu árum. Anna Hrefna Ingimundardóttir, samstarfskona Hrafns hjá greiningardeildinni, sagði að búast mætti við fleiri útlendingum hingað í vinnu á næstunni. „Frá 2012 höfum við flutt inn vinnuafl og miðað við stöðuna gerum við ekki ráð fyrir öðru en að við höldum því áfram,“ sagði Anna Hrefna. Hún benti á að samkvæmt könnunum gerðu mun fleiri ráð fyrir því í september en í maí að þeir myndu fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum.Anna Hrefna IngimundardóttirÍ máli Önnu Hrefnu kom fram að búist er við meiri hagvexti núna heldur en gert var ráð fyrir í júní. Mikill hagvöxtur var á öðrum fjórðungi og Anna Hrefna segir að vísbendingar séu um hið sama á þriðja fjórðungi. Greiningardeild Arion banka gerir því ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði 5,4 prósent og verði þá mesti hagvöxtur frá árinu 2007. Svo er gert ráð fyrir að vöxturinn minnki jafnt og þétt til ársins 2018, en þá er gert ráð fyrir að hann verði 2,5 prósent. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að hagvöxturinn í ár og á næsta ári verði aðallega borinn uppi af einkaneyslu og fjárfestingu. Fjárfestingar í hótelum og kísilverum eiga mikinn þátt í atvinnuvegafjárfestingu, en einnig innflutningur skipa og flugvéla. Anna Hrefna segist vonast til þess að íbúðafjárfesting fari að taka við sér vegna stöðunnar á markaði. „Það kom á óvart hvað tölurnar á fyrstu tveimur fjórðungum ársins í íbúðafjárfestingu voru slakar. Hugsanlega er einhver samkeppni við hótel þar um vinnuafl, fjármagn og aðföng,“ segir Anna Hrefna. Einnig kunni að vera að slæmt veðurfar á fyrsta fjórðungi hafi haft áhrif.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira