Innlent

Þukla á hrútum á Kex Hostel

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrútaþuklið er eðlilegt framhald Gullnu Klippunar sem fram fór í vor.
Hrútaþuklið er eðlilegt framhald Gullnu Klippunar sem fram fór í vor. Vísir/VAlli
Fulltrúar landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins mætast á laugardaginn í keppni í hrútaþukkli þar sem meta á hvernig hrútarnir koma undan sumri. Hrútar kunna ekki vel að meta þegar reynt er að athuga kúlurnar þeirra og láta þeir vita af því segir í tilkynningu frá Kex Hosteli.

Talið er að um sé að ræða fyrstu þuklkeppni sem haldin sé á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur í þuklinu eru annars vegar vanir þuklarar sem einbeita sér að atriðum eins og hryggbreidd og læradýpt og hins vegar fólk sem sjaldan eða aldrei hefur komið nálægt þukli á hrútum.  

Þau óvönu þukla sér til gamans og einnig til þess að kynnast þessari grein nánar. Þuklið er ekki óþægilegt fyrir hrútana og þegar þeir eru þuklaðir þarf svokölluð íhaldsmanneskja að halda hrútnum á meðan þuklarinn þuklar.

Dýralæknir verður á svæðinu til þess að tryggja að Hrútarnir fái sæmandi meðferð. Meðal dómara má nefna Guðmund Jörundsson Fatahönnuð, Bjarna Snæðing og hjónin geðþekku Magna og Hugrúnu í KronKron. Boðið verður upp á Kex kjötsúpu.

Keppnin hefst á Kex Hosteli á laugardaginn klukkan 16:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×