Lífið

Þrumustuð á fyrsta djammkvöldi Vegamóta í rúmlega tvö ár - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gamlir fastagestir á Vegó.
Gamlir fastagestir á Vegó. vísir
Þeir sem hafa saknað skemmtistaðarins Vegamóta geta nú tekið gleði sína á ný en staðurinn var opnaður aftur sem veitinga og skemmtistaður á föstudaginn.

Fjölmargir mættu á opnunarkvöldið og komust færri að en vildu. Undanfarin tvö og hálft ár hefur Vegamót eingöngu verið veitingastaður. Staðnum hefur verið breytt á skemmtilegan hátt.

Sjá einnig: Vegamót verða aftur að skemmtistað

Vegamót voru einn stærsti skemmtistaður landsins um áraraðir og vakti það því mikla athygli þegar eigendur hans ákváðu að einbeita sér að því að selja veitingar og byrja að loka fyrr á kvöldin. „Pælingin okkar var alltaf að hvíla skemmtistaðinn í einhvern tíma og opna svo aftur. Okkur hefur langað að opna aftur nokkuð lengi og mátum það svo að nú væri kominn tími á það,“ segir Óli Már Ólason, einn af eigendunum, í samtali við Vísi á dögunum.

vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×