Viðskipti innlent

Þröstur Sigurðsson til Capacent

Þröstur Sigurðsson hefur gengið til liðs við Capacent á Íslandi. Hann er reynslumikill ráðgjafi og hefur m.a. yfirgripsmikla þekkingu á rekstri sveitarfélaga, orkumálum og starfsemi fasteignafélaga, segir í tilkynningu.

Þröstur hóf sinn feril sem ráðgjafi árið 1993, þegar hann stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Rekstur og Ráðgjöf. Hann stýrði því þar til hann tók við sem sviðsstjóri fjármálaráðgjafar PriceWaterhouseCoopers árið 2000. Ráðgjafasvið þess félags breyttist síðar í ParX, og stýrði Þröstur fjármálaráðgjöf þess fyrirtækis til ársins 2007. Þá hélt hann til starfa hjá Landic Properties, þar sem hann var framkvæmdastjóri M&A.

Í byrjun síðasta árs stofnaði Þröstur ráðgjafarfyrirtækið Melland Partners, sem sérhæfði sig í ráðgjöf á sviði orkumála, starfsemi fasteignafélaga og opinbers rekstrar. Þröstur hefur á undanförnum árum unnið margvíslegar útttektir á fjármálum sveitarfélaga og hagkvæmni þess að sameina sveitarfélög. Þröstur mun leiða uppbyggingu á þjónustuframboði Capacent á sviði ráðgjafar í fjármálum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×