Innlent

Þrjú þúsund tölvupóstar til þingmanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
„Starfsstétt sem mótar framtíðina á ekki að þurfa að boða til verkfalls,“ sagði Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Hann skoraði á fjármálaráðherra að fresta ekki vandanum heldur leysa hann.

Haraldur, ásamt öðrum þingmönnum, lýsti yfir þungum áhyggjum af fyrirhuguðu verkfalli háskólakennara sem boðað er 25. apríl næstkomandi.

Hann sagði að undanfarna daga hefðu þingmönnum borist um þrjú þúsund tölvupóstar frá nemendum Háskóla Íslands þar sem skorað væri á stjórnvöld að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×