FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Ţrjár rútur í miklum vandrćđum í Örćfum: Ein ţeirra valt viđ Freysnes

 
Innlent
16:49 24. FEBRÚAR 2017
Fyrstu fréttir benda til ţess ađ um minniháttar meiđsl sé ađ rćđa en afar erfitt fćri á svćđinu enda aftakaveđur.
Fyrstu fréttir benda til ţess ađ um minniháttar meiđsl sé ađ rćđa en afar erfitt fćri á svćđinu enda aftakaveđur. LOFTMYNDIR EHF.

Uppfært klukkan 18.10 - Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór fimmtán manna rúta á hliðina. Fimm slösuðust við veltuna en talið er að meiðsli þeirra séu minniháttar.
Verið er að hlúa að meiðslum þeirra á Hótel Skaftafelli í Freysnesi auk þess sem að aðrir farþegar bíða nú átekta þar.

Samvæmt upplýsingum frá lögreglu snerust tvær aðrar rútur á veginum á svipuðum stað og rútan fór á hliðina. Voru farþegar þeirra einnig fluttar á Hótel Skaftafell.

Þrjár rútur lentu í miklum vandræðum við Freysnes í Öræfum á fjórða tímanum í dag. Ein þeirra valt en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi er um minniháttar meiðsl að ræða.

Björgunarsveitin Kári í Öræfum er komin á vettvang og er nú unnið að því að flytja farþegana úr rútunum á Hótel Skaftafell í Freysnesi. Sjúkrabílar eru á leið á vettvang en færið er mjög erfitt enda aftakaveður á svæðinu samkvæmt lögreglu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ţrjár rútur í miklum vandrćđum í Örćfum: Ein ţeirra valt viđ Freysnes
Fara efst