Erlent

Þriggja ára drengur varð fyrir sýruárás í Englandi

Sylvía Hall skrifar
Yfirvöld líta málið alvarlegum augum.
Yfirvöld líta málið alvarlegum augum. Vísir/AFP
Þriggja ára drengur varð fyrir sýruárás á Englandi í gær. Lögregluyfirvöld segja árásina ekki vera slys og viljandi hafi verið ráðist á drenginn.

Atvikið átti sér stað í matvöruversluninni Home Bargains í Worcester á Englandi í gær. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús og er með alvarleg brunasár á andliti og handleggjum.

39 ára karlmaður frá Wolverhampton hefur verið handtekinn í tengslum við árásina og lýsir lögreglan eftir þremur mönnum sem gætu búið yfir upplýsingum um málið. Yfirvöld segja þetta vera í fyrsta sinn sem árás af þessu tagi á sér stað á svæðinu.

Frétt BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×