Þriggja ára aðlögun dugði ekki félögum Elimar Hauksson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Enn virðist nokkuð í land til að jafna hlutskipti kynjanna í stjórnum fyrirtækja. Samkvæmt nýrri úttekt Creditinfo sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins uppfyllir rétt rúmlega helmingur fyrirtækja með fleiri starfsmenn en 50 á ársgrundvelli skilyrði laga um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Lögin kveða á um að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum, þá skuli tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Ákvæði um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja voru færð í hluta- og einkahlutafélagalög árið 2010 og fengu fyrirtæki þriggja ára aðlögunartíma áður en ákvæðin tóku gildi, 1. september 2013. Konur voru um 31 prósent stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum með fleiri en 50 heilsársstarfsmenn í árslok 2013 en hlutfall karla var 69 prósent. Lögin ná til 287 íslenskra fyrirtækja, en af þeim uppfylla einungis 152 fyrirtæki skilyrði laganna. Í úttektinni kemur fram að ætli íslensk fyrirtæki sér að ná að uppfylla skilyrði laganna þurfi þau að kjósa inn 100 konur á kostnað karla sem eru fyrir í stjórnum.Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ljóst að miðað hafi talsvert í rétta átt og að hlutfall hafi hækkað þó nokkuð á stuttum tíma. Enn vanti þó nokkuð uppá til að hinu lögbundna 40 prósenta markmiði verði náð. „Við fórum í þessa athugun af tveimur ástæðum. Annars vegar með hliðsjón af samningi okkar við viðskiptaráð og Félag kvenna í atvinnurekstri frá árinu 2009 sem fól í sér markmið um að hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Hins vegar vildum við vekja athygli á þessu í aðdraganda aðalfunda fyrirtækja sem eru framundan. Við bindum vonir við að ná settum markmiðum á þessu ári,“ segir Þorsteinn. Sambærilegt ákvæði hefur verið sett í lög um lífeyrissjóði og segir Þorsteinn sjóðina hafa náð tilsettum markmiðum. „Það hefur náðst gott jafnvægi í lífeyrissjóðunum og er hlutfallið 47 prósent þar. Hér hjá SA eru konur til dæmis meirihluti okkar fulltrúa í þeim stjórnum, 56 prósent,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri úttekt Creditinfo sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins uppfyllir rétt rúmlega helmingur fyrirtækja með fleiri starfsmenn en 50 á ársgrundvelli skilyrði laga um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Lögin kveða á um að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum, þá skuli tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Ákvæði um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja voru færð í hluta- og einkahlutafélagalög árið 2010 og fengu fyrirtæki þriggja ára aðlögunartíma áður en ákvæðin tóku gildi, 1. september 2013. Konur voru um 31 prósent stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum með fleiri en 50 heilsársstarfsmenn í árslok 2013 en hlutfall karla var 69 prósent. Lögin ná til 287 íslenskra fyrirtækja, en af þeim uppfylla einungis 152 fyrirtæki skilyrði laganna. Í úttektinni kemur fram að ætli íslensk fyrirtæki sér að ná að uppfylla skilyrði laganna þurfi þau að kjósa inn 100 konur á kostnað karla sem eru fyrir í stjórnum.Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ljóst að miðað hafi talsvert í rétta átt og að hlutfall hafi hækkað þó nokkuð á stuttum tíma. Enn vanti þó nokkuð uppá til að hinu lögbundna 40 prósenta markmiði verði náð. „Við fórum í þessa athugun af tveimur ástæðum. Annars vegar með hliðsjón af samningi okkar við viðskiptaráð og Félag kvenna í atvinnurekstri frá árinu 2009 sem fól í sér markmið um að hlutfall hvors kyns yrði ekki undir 40 prósentum í lok árs 2013. Hins vegar vildum við vekja athygli á þessu í aðdraganda aðalfunda fyrirtækja sem eru framundan. Við bindum vonir við að ná settum markmiðum á þessu ári,“ segir Þorsteinn. Sambærilegt ákvæði hefur verið sett í lög um lífeyrissjóði og segir Þorsteinn sjóðina hafa náð tilsettum markmiðum. „Það hefur náðst gott jafnvægi í lífeyrissjóðunum og er hlutfallið 47 prósent þar. Hér hjá SA eru konur til dæmis meirihluti okkar fulltrúa í þeim stjórnum, 56 prósent,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira