Erlent

Þrettán létust í sjálfs­morðs­sprengju­á­rás í Nígeríu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Árásin var gerð í kjölfar áhlaups Boko Haram á Maiduguri í nótt.
Árásin var gerð í kjölfar áhlaups Boko Haram á Maiduguri í nótt. Vísir/AFP
Þrettán létust og tugir særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á mosku í nígerísku borginni  Maiduguri  í dag. Árásin var gerð í kjölfar áhlaups  Boko   Haram  á borgina í nótt.



Árásirnar voru gerðar klukkustundum eftir að  Muhammadu   Buhari  var settur í embætti forseta Nígeríu en hann hefur heitið því að grípa til ákveðinna aðgerða gegn hryðjuverkasamtökunum.



Engin samtök hafa enn lýst ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×