Þorvaldur Davíð landaði hlutverki í Hollywood Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. júlí 2013 23:15 Þorvaldur Davíð Kristjánsson landaði hlutverki í kvikmyndinni Dracula. Það er kvikmyndasamsteypan Universal Studios sem stendur á bak við myndina en framleiðandinn er Michael de Luca. „Ég er mjög sáttur, það er ekki annað hægt. Þetta er frábært tækifæri,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem á dögunum landaði hlutverki í stórmynd á vegum Universal Studios. Um er að ræða kvikmynd byggða á sögunni um Drakúla greifa og ber myndin einfaldlega heitið Dracula. Framleiðandi myndarinnar er Michael De Luca en hann hefur meðal annars framleitt stórmyndirnar Magnolia, The Social Network, Blade og Moneyball. Þorvaldur má ekki tjá sig um efni og innihald myndarinnar en er ánægður með sitt hlutverk. „Ég er mjög sáttur við handritið eins og staðan er í dag. En kvikmyndageirinn er alltaf óútreiknanlegur svo maður veit ekki hvernig þetta fer á klippiborðinu,“ segir leikarinn, sem heldur utan til æfinga eftir tvær vikur. „Ég fer til Belfast að æfa í smá tíma og flýg svo aftur heim. Svo fer ég aftur út í haust og verð í Belfast í nokkra mánuði,“ segir Þorvaldur, en hann segir tökurnar fara fram að stærstum hluta í norður-írsku höfuðborginni. Þorvaldur Davíð er einnig kominn á fastan samning hjá Borgarleikhúsinu og fer með aðalhlutverkið í sýningu leikhússins á verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt“. Hann kveðst spenntur yfir komandi leikári og segist hlakka til að vinna með góðum hópi leikara í Borgarleikhúsinu. En það eru ekki aðeins stórir hlutir að gerast á leiksviðinu. Þorvaldur á von á barni með unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttir, svo fram undan er nýtt og spennandi hlutverk utan leiksviðsins. „Það styttist í þetta hjá okkur, þetta er voðalega spennandi. Það er allavega nóg að gera og maður reynir bara að taka eitt skref í einu og klára hvern dag fyrir sig. Það eru að minnsta kosti stórir hlutir fram undan.“ Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Cillian mærir Kiljan Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, það er ekki annað hægt. Þetta er frábært tækifæri,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem á dögunum landaði hlutverki í stórmynd á vegum Universal Studios. Um er að ræða kvikmynd byggða á sögunni um Drakúla greifa og ber myndin einfaldlega heitið Dracula. Framleiðandi myndarinnar er Michael De Luca en hann hefur meðal annars framleitt stórmyndirnar Magnolia, The Social Network, Blade og Moneyball. Þorvaldur má ekki tjá sig um efni og innihald myndarinnar en er ánægður með sitt hlutverk. „Ég er mjög sáttur við handritið eins og staðan er í dag. En kvikmyndageirinn er alltaf óútreiknanlegur svo maður veit ekki hvernig þetta fer á klippiborðinu,“ segir leikarinn, sem heldur utan til æfinga eftir tvær vikur. „Ég fer til Belfast að æfa í smá tíma og flýg svo aftur heim. Svo fer ég aftur út í haust og verð í Belfast í nokkra mánuði,“ segir Þorvaldur, en hann segir tökurnar fara fram að stærstum hluta í norður-írsku höfuðborginni. Þorvaldur Davíð er einnig kominn á fastan samning hjá Borgarleikhúsinu og fer með aðalhlutverkið í sýningu leikhússins á verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt“. Hann kveðst spenntur yfir komandi leikári og segist hlakka til að vinna með góðum hópi leikara í Borgarleikhúsinu. En það eru ekki aðeins stórir hlutir að gerast á leiksviðinu. Þorvaldur á von á barni með unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttir, svo fram undan er nýtt og spennandi hlutverk utan leiksviðsins. „Það styttist í þetta hjá okkur, þetta er voðalega spennandi. Það er allavega nóg að gera og maður reynir bara að taka eitt skref í einu og klára hvern dag fyrir sig. Það eru að minnsta kosti stórir hlutir fram undan.“
Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Cillian mærir Kiljan Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira