Þorvaldur Davíð landaði hlutverki í Hollywood Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. júlí 2013 23:15 Þorvaldur Davíð Kristjánsson landaði hlutverki í kvikmyndinni Dracula. Það er kvikmyndasamsteypan Universal Studios sem stendur á bak við myndina en framleiðandinn er Michael de Luca. „Ég er mjög sáttur, það er ekki annað hægt. Þetta er frábært tækifæri,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem á dögunum landaði hlutverki í stórmynd á vegum Universal Studios. Um er að ræða kvikmynd byggða á sögunni um Drakúla greifa og ber myndin einfaldlega heitið Dracula. Framleiðandi myndarinnar er Michael De Luca en hann hefur meðal annars framleitt stórmyndirnar Magnolia, The Social Network, Blade og Moneyball. Þorvaldur má ekki tjá sig um efni og innihald myndarinnar en er ánægður með sitt hlutverk. „Ég er mjög sáttur við handritið eins og staðan er í dag. En kvikmyndageirinn er alltaf óútreiknanlegur svo maður veit ekki hvernig þetta fer á klippiborðinu,“ segir leikarinn, sem heldur utan til æfinga eftir tvær vikur. „Ég fer til Belfast að æfa í smá tíma og flýg svo aftur heim. Svo fer ég aftur út í haust og verð í Belfast í nokkra mánuði,“ segir Þorvaldur, en hann segir tökurnar fara fram að stærstum hluta í norður-írsku höfuðborginni. Þorvaldur Davíð er einnig kominn á fastan samning hjá Borgarleikhúsinu og fer með aðalhlutverkið í sýningu leikhússins á verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt“. Hann kveðst spenntur yfir komandi leikári og segist hlakka til að vinna með góðum hópi leikara í Borgarleikhúsinu. En það eru ekki aðeins stórir hlutir að gerast á leiksviðinu. Þorvaldur á von á barni með unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttir, svo fram undan er nýtt og spennandi hlutverk utan leiksviðsins. „Það styttist í þetta hjá okkur, þetta er voðalega spennandi. Það er allavega nóg að gera og maður reynir bara að taka eitt skref í einu og klára hvern dag fyrir sig. Það eru að minnsta kosti stórir hlutir fram undan.“ Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, það er ekki annað hægt. Þetta er frábært tækifæri,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem á dögunum landaði hlutverki í stórmynd á vegum Universal Studios. Um er að ræða kvikmynd byggða á sögunni um Drakúla greifa og ber myndin einfaldlega heitið Dracula. Framleiðandi myndarinnar er Michael De Luca en hann hefur meðal annars framleitt stórmyndirnar Magnolia, The Social Network, Blade og Moneyball. Þorvaldur má ekki tjá sig um efni og innihald myndarinnar en er ánægður með sitt hlutverk. „Ég er mjög sáttur við handritið eins og staðan er í dag. En kvikmyndageirinn er alltaf óútreiknanlegur svo maður veit ekki hvernig þetta fer á klippiborðinu,“ segir leikarinn, sem heldur utan til æfinga eftir tvær vikur. „Ég fer til Belfast að æfa í smá tíma og flýg svo aftur heim. Svo fer ég aftur út í haust og verð í Belfast í nokkra mánuði,“ segir Þorvaldur, en hann segir tökurnar fara fram að stærstum hluta í norður-írsku höfuðborginni. Þorvaldur Davíð er einnig kominn á fastan samning hjá Borgarleikhúsinu og fer með aðalhlutverkið í sýningu leikhússins á verkinu „Furðulegt háttalag hunds um nótt“. Hann kveðst spenntur yfir komandi leikári og segist hlakka til að vinna með góðum hópi leikara í Borgarleikhúsinu. En það eru ekki aðeins stórir hlutir að gerast á leiksviðinu. Þorvaldur á von á barni með unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttir, svo fram undan er nýtt og spennandi hlutverk utan leiksviðsins. „Það styttist í þetta hjá okkur, þetta er voðalega spennandi. Það er allavega nóg að gera og maður reynir bara að taka eitt skref í einu og klára hvern dag fyrir sig. Það eru að minnsta kosti stórir hlutir fram undan.“
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Staða inn á fótboltavelli sem heiti það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Sjá meira