Þórunn Helga: Fríða dritaði á mig tölvupóstum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 10:42 Þórunn Helga ásamt Mörtu hjá Santos árið 2010. Mynd / Pedro Ernesto Guerra Axevedo Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu. „Ég er orðin 27 ára og langaði að taka eitt tímabil í einni af sterkustu deildum Evrópu. Þetta var mjög erfið ákvörðun og eftir tvo daga á Íslandi er ég strax farin að sakna Brasilíu. Ég vissi að það yrði alltaf erfitt að fara þaðan," segir Þórunn Helga en deildakeppninni hjá Vitoria er nýlokið. „Stelpurnar í liðinu færðu sig yfir til Sao Paulo sem er eina fylkið þar sem almennileg deildakeppni er í gangi núna. Stelpurnar dreifðust á liðin en keppnin þar er byrjuð. Ég þurfti að hugsa minn gang hvort ég vildi gera það sama en það voru fullt af liðum í boði." Hólmfríður mælti með AvaldsnesÞórunn Helga segir að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hvatt hana til þess að ganga til liðs við Avaldsnes. „Svo byrjaði Fríða að drita á mig tölvupóstum og talandi um Avaldsnes ákvað ég að íhuga það. Svo fór það allt af stað og gerðist mjög hratt. Mér leist á endanum mjög vel á þetta," segir Þórunn Helga og nefnir að Hólmfríður beri norska félaginu vel söguna. „Fríða segir félagið vera með mikinn metnað og góða stjórn. Liðið er í efsta sæti, stefnir á að komast upp sem er mjög raunhæft markið. Þá tæki ég tímabil í norsku úrvalsdeildinni á næsta ári," segir Þórunn sem verður á Íslandi til 22. júlí. Þá flýgur hún til Noregs en fyrsti leikur Avaldsnes eftir sumarfrí er 11. ágúst. Þangað til má Þórunn Helga ekki spila með liðinu enda félagaskipaglugginn lokaður. Snýr aftur til Brasilíu í mánuðÞórunn Helga samdi við Avaldsnes út árið 2013 en þó með ákvæði í samningnum um að fá að spila með Vitoria í Suður-Ameríkukeppninni í nóvember. „Þetta er mótið sem ég vann með Santos 2009 og 2010. Þá var Marta kölluð heim frá Svíþjóð, Cristiane var kölluð heim og ég verð örugglega ekki eini leikmaðurinn sem kem aftur til Brasilíu til að spila í þeirri keppni," segir Þórunn Helga sem hafði lofað Vitoria í ársbyrjun að taka þátt í því verkefni. Það verði hennar síðasti mánuður í Brasilíu í bili að minnsta kosti. „Það stóð aldrei til að ég yrði svona lengi í Brasilíu. Ég hef velt fyrir mér í lok hvers árs hvort ég ætti ekki að fara segja þetta gott. Það er svo langt heim og spurning um að færa sig nær Evrópu. Svo hafa þjálfarinn og stjórnin alltaf sannfært mig um að vera lengur," segir Þórunn Helga sem mun æfa með kvennaliði KR í sumar. „Ég hef talað við Jón Þór, þjálfara KR, um að æfa með þeim á meðan ég er á landinu. Ég spilaði með þeim í gamla daga. Það er langt síðan ég hef verið heima um sumar. Ég fór á KR Valur í gær og það er gaman að vera aðeins komin inn í þetta aftur eftir langa fjarveru," segir Þórunn Helga sem ætlar að vera í toppstandi fyrir landsleikina í undankeppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum. Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira
Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu. „Ég er orðin 27 ára og langaði að taka eitt tímabil í einni af sterkustu deildum Evrópu. Þetta var mjög erfið ákvörðun og eftir tvo daga á Íslandi er ég strax farin að sakna Brasilíu. Ég vissi að það yrði alltaf erfitt að fara þaðan," segir Þórunn Helga en deildakeppninni hjá Vitoria er nýlokið. „Stelpurnar í liðinu færðu sig yfir til Sao Paulo sem er eina fylkið þar sem almennileg deildakeppni er í gangi núna. Stelpurnar dreifðust á liðin en keppnin þar er byrjuð. Ég þurfti að hugsa minn gang hvort ég vildi gera það sama en það voru fullt af liðum í boði." Hólmfríður mælti með AvaldsnesÞórunn Helga segir að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hvatt hana til þess að ganga til liðs við Avaldsnes. „Svo byrjaði Fríða að drita á mig tölvupóstum og talandi um Avaldsnes ákvað ég að íhuga það. Svo fór það allt af stað og gerðist mjög hratt. Mér leist á endanum mjög vel á þetta," segir Þórunn Helga og nefnir að Hólmfríður beri norska félaginu vel söguna. „Fríða segir félagið vera með mikinn metnað og góða stjórn. Liðið er í efsta sæti, stefnir á að komast upp sem er mjög raunhæft markið. Þá tæki ég tímabil í norsku úrvalsdeildinni á næsta ári," segir Þórunn sem verður á Íslandi til 22. júlí. Þá flýgur hún til Noregs en fyrsti leikur Avaldsnes eftir sumarfrí er 11. ágúst. Þangað til má Þórunn Helga ekki spila með liðinu enda félagaskipaglugginn lokaður. Snýr aftur til Brasilíu í mánuðÞórunn Helga samdi við Avaldsnes út árið 2013 en þó með ákvæði í samningnum um að fá að spila með Vitoria í Suður-Ameríkukeppninni í nóvember. „Þetta er mótið sem ég vann með Santos 2009 og 2010. Þá var Marta kölluð heim frá Svíþjóð, Cristiane var kölluð heim og ég verð örugglega ekki eini leikmaðurinn sem kem aftur til Brasilíu til að spila í þeirri keppni," segir Þórunn Helga sem hafði lofað Vitoria í ársbyrjun að taka þátt í því verkefni. Það verði hennar síðasti mánuður í Brasilíu í bili að minnsta kosti. „Það stóð aldrei til að ég yrði svona lengi í Brasilíu. Ég hef velt fyrir mér í lok hvers árs hvort ég ætti ekki að fara segja þetta gott. Það er svo langt heim og spurning um að færa sig nær Evrópu. Svo hafa þjálfarinn og stjórnin alltaf sannfært mig um að vera lengur," segir Þórunn Helga sem mun æfa með kvennaliði KR í sumar. „Ég hef talað við Jón Þór, þjálfara KR, um að æfa með þeim á meðan ég er á landinu. Ég spilaði með þeim í gamla daga. Það er langt síðan ég hef verið heima um sumar. Ég fór á KR Valur í gær og það er gaman að vera aðeins komin inn í þetta aftur eftir langa fjarveru," segir Þórunn Helga sem ætlar að vera í toppstandi fyrir landsleikina í undankeppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum.
Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Sjá meira