Innlent

Þorsteinn Pálsson kallar eftir vantrauststillögu á Gunnar Braga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra.
Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra kallar eftir því að lögð verði fram vantrauststillaga á hendur Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. „Slíkt vantraust ætti að sjálfsögðu ekki að snúast um afstöðu hans til Evrópumála. Það hlyti alfarið lúta að gerræði hans gagnvart Alþingi,“ skrifar Þorsteinn Pálsson, á vefinn Hringbraut.

Þorsteinn segist ekki gera ráð fyrir öðru en að meirihlutinn myndi verja ráðherrann vantrausti. „En það er mikilvægt að skrá nöfn þeirra þingmanna á spjöld sögunnar sem þannig hyggjast styðja með atkvæði sínu að ráðherra geti með einu bréfi svipt Alþingi því ályktunarvaldi sem því er fengið með stjórnarskrá,“ skrifar hann.

Í pistlinum kallar hann einnig eftir því að skýrt verði hvort að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi lagt á ráðin um þessa aðför að Alþingi. „Mikilvægt er að forsetinn geri hreint fyrir sínum dyrum,“ skrifar hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×