Þorgerður Katrín: Flokkurinn hefur alltaf látið sér nægja eina konu sem fjarvistarsönnun Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. október 2015 16:26 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“ Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Í viðtalinu ræddi Þorgerður pólítíkina, mikilvægi iðnnáms og flokkinn sinn sem hún segir að þurfi að breytast.Verður kona einhverntíma formaður Sjálfstæðisflokksins? „Já. Ég held að sú manneskja sem tekur við af Bjarna Ben verði kona. Ef ég verð áfram í flokknum mun ég líka berjast fyrir því. Flokkurinn má ekki fletja sína sýn og stefnu í jafnréttismálum og ekki gera þá stefnu að einhverju þynnildi vegna þess að það eru nokkrir í flokknum sem finnst óþægilegt að tala um jafnréttismál. Massinn í flokknum vill tala um jafnréttismál.“ Aðspurð segir hún þó enn eima eftir af gömlum viðhorfum. „Já, ég verð nú bara að vera hreinskilin með það. Maður fær enn að heyra athugasemdir eins og, hvað eru þið stelpurnar nú að vasast? Það er svosem ekkert bara innan flokksins, það er víða. En nú finn ég að það er að koma inn mjög sterkt fólk í gegnum ungliðahreyfingarnar, sem hefur án efa mikið að segja um þessi mál. Ég ætla að fá að biðja flokkinn minn að hlusta á það fólk, ekki bara fylla einhvern kvóta af konum og ungu fólki. Ekki vera að þykjast eitthvað.“Fyrir okkur sem stöndum utan við flokkinn þá finnst manni konur einhvern veginn aldrei vera aðal í Sjálfstæðisflokknum? „Flokkurinn, í ljósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistarsönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi. Það er það sem mér fannst svo mikilvægt þegar Bjarni Ben lýsti því yfir að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn yrðu jöfn hlutfall karla og kvenna í ráðherrastólum. Nú er það svo að það er eins nálægt því og við komumst, fimm ráðherrar, þar af tvær konur. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég hef sagt frá því að ég var eina konan í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og síðan kom Sigríður Anna inn. Það breytti miklu og var allt annað. Við Sigríður Anna vorum ekkert endilega sammála um um alla aðferðarfræði, en það var allt annað að vera ekki eina stelpan, eina konan, því það er bara þannig að strákarnir tala alltaf meira saman. Svo þegar hún fór, og ég varð aftur eina konan í ráðherrastól fann ég fyrir því. Konur mega ekki vera einar í flokknum. Það er svo mikilvægt að láta konur finna fyrir því að þær hafi breiðan stuðning, karla en ekki síst kvenna innan flokksins, að það sé staðið með þeim og þeim klappað á bakið. En þetta er líka það sem karlarnir þurfa að vita. Bakland kvenna er mjög sterkt, og það verður alltaf sterkara og þeir þurfa einfaldlega að fara að vara sig.“
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00