Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 10:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór „Ég sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. „Það er að mínu mati útilokað. Þetta er málefni samningsaðila, sjómanna og útgerðarmanna, og það er þeirra að leysa það. Ég bind líka vonir við að það sé ákveðinn gangur á málinu núna. En þetta er mál samningsaðila fyrst og fremst og löggjafinn á ekki að blanda sér í þessa kjaradeilu, segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Hún segir nýja ráðherraembættið leggjast vel í sig, um sé að ræða gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar sem hana hlakkar að takast á við.Ráðuneytið sem höfðaði mest til hennar Spurð hvort að hún hafi sóst eftir því að verða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða hvort hún hafi verið beðin um að taka við þessu embætti segir hún að það hafi í raun verið sitt lítið af hverju. „Þegar lá fyrir að þetta ríkisstjórnarsamstarf yrði þá leyni ég því ekki að af þessum þremur ráðuneytum sem okkur í Viðreisn stóð til boða var þetta það sem höfðaði mest til mín,“ segir Þorgerður. Hún segir stærstu málefnin sem hún þurfi að takast á við þegar hún hefur störf að ná sátt um sjávarútveginn og halda áfram að byggja upp landbúnaðinn.Markaðsleiðin ekki af borðinu Viðreisn talaði fyrir markaðsleiðinni í kosningabaráttunni þar sem var rætt um að um 3 - 5 prósent af heildarkvóta sem er úthlutað ár hvert verði boðinn upp árlega á markaðsvirði. Þorgerður segir þessa hugmynd enn þá á borði Viðreisnar. „Hún er ein af þeim leiðum sem verður tvímælalaust skoðuð. Þetta eru verkefni sem ég mun fara yfir á næstu dögum og vikum. Það liggur alveg fyrir að til að ná sáttinni þarf að fara í ákveðnar breytingar og við ætlum að skoða hvaða breytingar eru raunhæfar og mikilvægar og vonandi fáum við líka að leita til annarra stjórnmálaflokka hvað það varðar. Það er lykilatriði til lengri tíma að fá stöðugleika um atvinnugreinina og það fæst ekki nema þjóðin verði sáttari með heildarmyndina af sjávarútveginum, en hins vegar getur þjóðin verið stolt af sjávarútveginum eins og hann er rekinn í dag.“Munu skoða marga þætti kerfisins Spurð hvað hún sjái fyrir sér þegar kemur að strandveiðum segist hún geta haft skoðanir á öllu. „En forgangsatriðið varðandi sjávarútveginn er að ná meiri sátt um stóru myndina. Að sjálfsögðu munum við skoða ákveðna þætti varðandi strandveiðina. Það er sjálfsagt og eðlilegt hvernig er hægt að fá sem mest út úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þar munum við skoða strandveiðar og byggðakvóta og ýmislegt fleira. En stóra myndin er sú að heildarkerfi sjávarútvegsins verði til að styðja áfram til verðmætasköpunar innan sjávarútvegsins en líka til að þjóðin verði enn stoltari af sjávarútveginum. Endurskoðun búvörusamnings stórt verkefni Endurskoðun búvörusamnings býður Þorgerðar Katrínar þegar hún hefur störf. „Það er stórt og skemmtilegt og spennandi verkefni. Ég mun fara í það að endurskipuleggja nefndina sem endurskoðar búvörusamninginn til að fá breiðari sjónarhorn á endurskoðunina. En það er stefnt að því að við klárum þessa endurskoðun allavega fyrir 2019, ég vonast til að það verði gert fyrr,“ segir Þorgerður. Hún tekur hins vegar fram að þetta þurfi að gerast í samvinnu sem er þemastefið í ríkisstjórninni. „Við ætlum að reyna að gera sem mest í samvinnu og samtali til að ná fram betri sátt. Minna af átökum, meira af samvinnu og tali. Svo verðum við á endanum að taka ákvarðanir og það er auðveldara að taka þær þegar við erum búin að tala saman og vinna einhvern grunn.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
„Ég sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. „Það er að mínu mati útilokað. Þetta er málefni samningsaðila, sjómanna og útgerðarmanna, og það er þeirra að leysa það. Ég bind líka vonir við að það sé ákveðinn gangur á málinu núna. En þetta er mál samningsaðila fyrst og fremst og löggjafinn á ekki að blanda sér í þessa kjaradeilu, segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Hún segir nýja ráðherraembættið leggjast vel í sig, um sé að ræða gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar sem hana hlakkar að takast á við.Ráðuneytið sem höfðaði mest til hennar Spurð hvort að hún hafi sóst eftir því að verða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða hvort hún hafi verið beðin um að taka við þessu embætti segir hún að það hafi í raun verið sitt lítið af hverju. „Þegar lá fyrir að þetta ríkisstjórnarsamstarf yrði þá leyni ég því ekki að af þessum þremur ráðuneytum sem okkur í Viðreisn stóð til boða var þetta það sem höfðaði mest til mín,“ segir Þorgerður. Hún segir stærstu málefnin sem hún þurfi að takast á við þegar hún hefur störf að ná sátt um sjávarútveginn og halda áfram að byggja upp landbúnaðinn.Markaðsleiðin ekki af borðinu Viðreisn talaði fyrir markaðsleiðinni í kosningabaráttunni þar sem var rætt um að um 3 - 5 prósent af heildarkvóta sem er úthlutað ár hvert verði boðinn upp árlega á markaðsvirði. Þorgerður segir þessa hugmynd enn þá á borði Viðreisnar. „Hún er ein af þeim leiðum sem verður tvímælalaust skoðuð. Þetta eru verkefni sem ég mun fara yfir á næstu dögum og vikum. Það liggur alveg fyrir að til að ná sáttinni þarf að fara í ákveðnar breytingar og við ætlum að skoða hvaða breytingar eru raunhæfar og mikilvægar og vonandi fáum við líka að leita til annarra stjórnmálaflokka hvað það varðar. Það er lykilatriði til lengri tíma að fá stöðugleika um atvinnugreinina og það fæst ekki nema þjóðin verði sáttari með heildarmyndina af sjávarútveginum, en hins vegar getur þjóðin verið stolt af sjávarútveginum eins og hann er rekinn í dag.“Munu skoða marga þætti kerfisins Spurð hvað hún sjái fyrir sér þegar kemur að strandveiðum segist hún geta haft skoðanir á öllu. „En forgangsatriðið varðandi sjávarútveginn er að ná meiri sátt um stóru myndina. Að sjálfsögðu munum við skoða ákveðna þætti varðandi strandveiðina. Það er sjálfsagt og eðlilegt hvernig er hægt að fá sem mest út úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þar munum við skoða strandveiðar og byggðakvóta og ýmislegt fleira. En stóra myndin er sú að heildarkerfi sjávarútvegsins verði til að styðja áfram til verðmætasköpunar innan sjávarútvegsins en líka til að þjóðin verði enn stoltari af sjávarútveginum. Endurskoðun búvörusamnings stórt verkefni Endurskoðun búvörusamnings býður Þorgerðar Katrínar þegar hún hefur störf. „Það er stórt og skemmtilegt og spennandi verkefni. Ég mun fara í það að endurskipuleggja nefndina sem endurskoðar búvörusamninginn til að fá breiðari sjónarhorn á endurskoðunina. En það er stefnt að því að við klárum þessa endurskoðun allavega fyrir 2019, ég vonast til að það verði gert fyrr,“ segir Þorgerður. Hún tekur hins vegar fram að þetta þurfi að gerast í samvinnu sem er þemastefið í ríkisstjórninni. „Við ætlum að reyna að gera sem mest í samvinnu og samtali til að ná fram betri sátt. Minna af átökum, meira af samvinnu og tali. Svo verðum við á endanum að taka ákvarðanir og það er auðveldara að taka þær þegar við erum búin að tala saman og vinna einhvern grunn.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira