Þörf á sjö blindrahundum Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 19:39 Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira