Þörf á róttækum aðgerðum í Landmannalaugum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. júní 2014 19:30 Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að tjaldsvæði og gistiskálar færist út fyrir hjarta Landmannalauga. Skiptar skoðanir eru um færsluna en talsmenn hennar segja skipulagsleysi hafa ríkt á svæðinu og að nú sé þörf á róttækum aðgerðum. Samkeppni um deiliskipulag Landmannalalaugasvæðisins er í burðarliðnum og hefur Rangárþing ytra tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna hennar, samtals þrettán milljónir. Gengið er út frá að meginþjónusta verði færð og að á núverandi þjónustusvæði verði aðeins gestastofa og búningsaðstaða fyrir náttúrulaug. Ef hugmyndir um færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum verða að veruleika þarf að búa til einhvers konar landfyllingu þar sem svæðið er blautt og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svæðið sem um ræðir. Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því hvort fólk er almennt hlynnt þessu eða andvígt? „Ég held það séu bara mjög skiptar skoðanir um það,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. Talsmenn færslunnar segja margar ástæður fyrir henni. „ Fyrst og fremst það að við viljum endurheimta Landmannalaugar sem líkast því sem þær voru og þá á ég við friðsældina og fegurðina. Við viljum að þarna sé sem minnst af öðru en því sem náttúrulegt er,“ segir Kristinn Guðnason, sem situr í nefnd um framtíðarskipulag Landmannalauga. Kristinn segir skipulagsleysi hafa ríkt í Landmannalaugum og að þar séu til að mynda aðeins tvö hús á samþykktum lóðum. „Þetta er orðið dálítið draslaralegt. Það eru tjöld úti um allt og það sem heilsar fólki á fallegasta stað Íslands eru fataleppar á einhverjum grindum, við laugina á staðnum. Þetta þarf að laga og það getum við.“ Kristinn segir nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða en ljóst er að kostnaður við færslu þjónustunnar yrði gríðarlegur. Hann segir tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. En væri ekki skynsamlegra að byggja upp það sem þegar er á staðnum? „Ja, þá værum við bara að gera þveröfugt við það sem við viljum,“ segir Kristinn. Tengdar fréttir Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Í rammaskipulagi fyrir hálendið norðan Mýrdalsjökuls er gert ráð fyrir að tjaldsvæði og gistiskálar færist út fyrir hjarta Landmannalauga. Skiptar skoðanir eru um færsluna en talsmenn hennar segja skipulagsleysi hafa ríkt á svæðinu og að nú sé þörf á róttækum aðgerðum. Samkeppni um deiliskipulag Landmannalalaugasvæðisins er í burðarliðnum og hefur Rangárþing ytra tvisvar fengið styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna hennar, samtals þrettán milljónir. Gengið er út frá að meginþjónusta verði færð og að á núverandi þjónustusvæði verði aðeins gestastofa og búningsaðstaða fyrir náttúrulaug. Ef hugmyndir um færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum verða að veruleika þarf að búa til einhvers konar landfyllingu þar sem svæðið er blautt og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svæðið sem um ræðir. Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir því hvort fólk er almennt hlynnt þessu eða andvígt? „Ég held það séu bara mjög skiptar skoðanir um það,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, svæðalandvörður Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. Talsmenn færslunnar segja margar ástæður fyrir henni. „ Fyrst og fremst það að við viljum endurheimta Landmannalaugar sem líkast því sem þær voru og þá á ég við friðsældina og fegurðina. Við viljum að þarna sé sem minnst af öðru en því sem náttúrulegt er,“ segir Kristinn Guðnason, sem situr í nefnd um framtíðarskipulag Landmannalauga. Kristinn segir skipulagsleysi hafa ríkt í Landmannalaugum og að þar séu til að mynda aðeins tvö hús á samþykktum lóðum. „Þetta er orðið dálítið draslaralegt. Það eru tjöld úti um allt og það sem heilsar fólki á fallegasta stað Íslands eru fataleppar á einhverjum grindum, við laugina á staðnum. Þetta þarf að laga og það getum við.“ Kristinn segir nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða en ljóst er að kostnaður við færslu þjónustunnar yrði gríðarlegur. Hann segir tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. En væri ekki skynsamlegra að byggja upp það sem þegar er á staðnum? „Ja, þá værum við bara að gera þveröfugt við það sem við viljum,“ segir Kristinn.
Tengdar fréttir Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Gistiskálar og tjaldstæði færð frá Landmannalaugum í skipulagskeppni Gert er ráð fyrir að tjaldstæði og gistiskálar verði færð nokkra kílómetra frá Landmannalaugum í fyrirhugaðri samkeppni um skipulag svæðisins. Þörfin er knýjandi og við viljum hafa Landmannalaugar ósnortnar, segir oddviti Rangárþings ytra. 14. maí 2014 07:00
Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00