Sport

Þórdís sigraði naumlega

Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar
Þórdís og Kjarval.
Þórdís og Kjarval. vísir/bjarni þór
Það var hún Þórdís Inga Pálsdóttir á Kjarvali frá Blönduósi sem sigraði í A-úrslitum unglingaflokks á Landsmóti hestamanna á Hellu með einkunnina 8,90. Mjótt var á munum á milli hennar og Konráðs Axels Gylfasonar á Verði frá Sturlureykjum sem fékk einkunnina 8,87. Þá var Aron Freyr Sigurðsson á Hlyn frá Haukatungu Syðri í þriðja sæti og hafnaði Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Hélu frá Grímsstöðum í því fjórða.

Unglingaflokkur - A úrslit

1. Þórdís Inga Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi 8,90

2. Konráð Axel Gylfason / Vörður frá Sturlureykjum 2 8,87

3. Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 8,74

4. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Héla frá Grímsstöðum 8,68

5. Valdís Björk Guðmundsdóttir / Hrefna frá Dallandi 8,65

6. Viktoría Eik Elvarsdóttir / Mön frá Lækjamóti 8,65

7. Hafþór Hreiðar Birgisson / Ljóska frá Syðsta-Ósi 8,65

8. Arnór Dan Kristinsson / Straumur frá Sörlatungu 8,62


Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×