Innlent

Þór og Margrét biðjast afsökunar

Þingmennirnir Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir úr Hreyfingunni hafa sent frá sér afsökunarbeiðni en ummæli þeirra í tengslum við lífshættulega árás á framkvæmdastjóra Lagastoðar á dögunum hafa vakið hörð viðbrögð. Í yfirlýsingunni biðjast þau afsökunar hafi þau sært þá þau sem nú eigi sárt að binda vegna málsins, það hafi ekki verið ætlunin. Yfirlýsing Þórs og Margrétar fer hér á eftir:

„Vegna þeirrar óvægnu umræðu sem skapast hefur í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar á starfsmann lögmannsstofu í Lágmúla fyrr í vikunni viljum við ítreka að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og að við fordæmum það í öllum birtingarmyndum þess. Hafi orð okkar í því sambandi verið særandi eða meiðandi á einhvern hátt fyrir þá sem nú eiga um sárt að binda viljum við biðjast afsökunar á því. Það var aldrei ætlunin."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×