Þjófkenndur af FTT! 13. febrúar 2012 08:15 Þann 13. jan. sl. er viðtal við Jakob Frímann Magnússon, formann FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) í Fréttablaðinu. Fyrirsögn greinarinnar er að YouTube hefur hafnað beiðni FTT um að greiða höfundarréttargjöld í sjóði íslenskra rétthafa. Það er skoðun Jakobs að við Íslendingar eigum heimsmet í YouTube- og Facebook-notkun. Í beinu framhaldi finnst honum rökrétt að ætla að við Íslendingar eigum heimsmet í þjófnaði af FTT í formi ólöglegs niðurhals á íslenskri tónlist. Þess vegna svíður þeim að geta ekki gjaldfært okkur vegna þessa meinta þjófnaðar okkar. Fyrir liggur að YouTube hefur hafnað kröfunni. Þá er lausn FTT að þjófkenna alla Íslendinga sem nota netið og þeir krefjast ákveðins gjalds af hverri nettengingu. Það er algjörlega óháð notkun viðkomandi netnotanda og því hvort viðkomandi hleður nokkurn tíma niður tónlist. Jakob vitnar í að þetta yrði þá sambærilegt og þegar þeir síðast þjófkenndu alla Íslendinga sem kaupa skrifanlega geisladiska. Þeir komust þá upp með að fá fasta upphæð af hverjum seldum skrifanlegum geisladisk án tillits til hvaða nota geisladiskurinn var keyptur. Svona framkoma er algjörlega út í hött og ótrúlegt að hugsa sér að FTT hafi fengið og fái ennþá, fasta fjárhæð af hverjum seldum skrifanlegum geisladisk á Íslandi óháð notkun. Helst minnir þetta mig á ránsfeng, þar sem hið opinbera er í hlutverki handrukkarans. Allur þjófnaður er ólíðanlegur og rétt er að taka undir sjónarmið FTT um að þeir sem stela eiga að borga. Með því að FTT komst upp með að rukka alla kaupendur skrifanlegra geisladiska eru þeir búnir að þjófkenna alla kaupendur skrifanlegra geisladiska. Það er fullt af nettengdu fólki, sem aldrei hleður niður tónlist, né skrifar tónlist á geisladiska. Og ég leyfi mér að fullyrða að flest fólk vill vera heiðarlegt og borga fyrir sína tónlist. Borið saman við þjófnað úr verslunum þurfa vissulega allir viðskiptavinir að bera kostnaðinn, þar sem álagning verslunarinnar þarf að vera meiri. Sú rýrnun er vel mælanleg og er einfaldlega mismunur á magni keyptrar og seldrar vöru. FTT er hins vegar ekki með áþreifanlega vöru og hefur ekki neina möguleika á að meta umfangs þessa „meinta þjófnaðar“. Þess hagur er vitaskuld að meta umfangið sem mest, þ.e. ef áform ganga eftir. En þeir mega ekki komast upp með að ætla að hver einasti maður með nettengingu sé stelandi af þeim. Þeir ættu vissulega að hafa sönnunarbyrðina og þeir mega ekki komast einhliða upp með að fylla sjóði sína með því að rukka neytendur um þjónustu, sem þeir eru sannanlega ekki að nota. Í lokin vil ég geta þess að mörg okkar höfum margborgað höfundarrétt. Þ.e. fyrst af keyptri gamaldags hljómplötu, síðan af geisladisk með sömu tónlist og svo þegar maður mætir í klippingu borgar rakarinn stefgjöld fyrir sama lag og viðskiptavinurinn er búinn að borga af. Látum ekki þessa óhæfu yfir okkur ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. jan. sl. er viðtal við Jakob Frímann Magnússon, formann FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) í Fréttablaðinu. Fyrirsögn greinarinnar er að YouTube hefur hafnað beiðni FTT um að greiða höfundarréttargjöld í sjóði íslenskra rétthafa. Það er skoðun Jakobs að við Íslendingar eigum heimsmet í YouTube- og Facebook-notkun. Í beinu framhaldi finnst honum rökrétt að ætla að við Íslendingar eigum heimsmet í þjófnaði af FTT í formi ólöglegs niðurhals á íslenskri tónlist. Þess vegna svíður þeim að geta ekki gjaldfært okkur vegna þessa meinta þjófnaðar okkar. Fyrir liggur að YouTube hefur hafnað kröfunni. Þá er lausn FTT að þjófkenna alla Íslendinga sem nota netið og þeir krefjast ákveðins gjalds af hverri nettengingu. Það er algjörlega óháð notkun viðkomandi netnotanda og því hvort viðkomandi hleður nokkurn tíma niður tónlist. Jakob vitnar í að þetta yrði þá sambærilegt og þegar þeir síðast þjófkenndu alla Íslendinga sem kaupa skrifanlega geisladiska. Þeir komust þá upp með að fá fasta upphæð af hverjum seldum skrifanlegum geisladisk án tillits til hvaða nota geisladiskurinn var keyptur. Svona framkoma er algjörlega út í hött og ótrúlegt að hugsa sér að FTT hafi fengið og fái ennþá, fasta fjárhæð af hverjum seldum skrifanlegum geisladisk á Íslandi óháð notkun. Helst minnir þetta mig á ránsfeng, þar sem hið opinbera er í hlutverki handrukkarans. Allur þjófnaður er ólíðanlegur og rétt er að taka undir sjónarmið FTT um að þeir sem stela eiga að borga. Með því að FTT komst upp með að rukka alla kaupendur skrifanlegra geisladiska eru þeir búnir að þjófkenna alla kaupendur skrifanlegra geisladiska. Það er fullt af nettengdu fólki, sem aldrei hleður niður tónlist, né skrifar tónlist á geisladiska. Og ég leyfi mér að fullyrða að flest fólk vill vera heiðarlegt og borga fyrir sína tónlist. Borið saman við þjófnað úr verslunum þurfa vissulega allir viðskiptavinir að bera kostnaðinn, þar sem álagning verslunarinnar þarf að vera meiri. Sú rýrnun er vel mælanleg og er einfaldlega mismunur á magni keyptrar og seldrar vöru. FTT er hins vegar ekki með áþreifanlega vöru og hefur ekki neina möguleika á að meta umfangs þessa „meinta þjófnaðar“. Þess hagur er vitaskuld að meta umfangið sem mest, þ.e. ef áform ganga eftir. En þeir mega ekki komast upp með að ætla að hver einasti maður með nettengingu sé stelandi af þeim. Þeir ættu vissulega að hafa sönnunarbyrðina og þeir mega ekki komast einhliða upp með að fylla sjóði sína með því að rukka neytendur um þjónustu, sem þeir eru sannanlega ekki að nota. Í lokin vil ég geta þess að mörg okkar höfum margborgað höfundarrétt. Þ.e. fyrst af keyptri gamaldags hljómplötu, síðan af geisladisk með sömu tónlist og svo þegar maður mætir í klippingu borgar rakarinn stefgjöld fyrir sama lag og viðskiptavinurinn er búinn að borga af. Látum ekki þessa óhæfu yfir okkur ganga.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun