Þjóðkirkjan setji 150 milljónir í sálnaveiðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2015 07:00 Agnes M. Sigurðardóttir tók á árinu 2012 við sem biskup þjóðkirkjunnar sem nú vill snúa við þeirri þróun að meðlimum hennar fækkar. Fréttablaðið/Anton „Boðun og predikun kirkjunnar nær ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, þegar hún er orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og á mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum,“ segir í skýrslu starfshóps sem lögð var fyrir Kirkjuþing þjóðkirkjunnar um helgina.Skýrsluna í heild sinni má lesa neðst í fréttinni. Ákveðið var á Kirkjuþingi 2014 að skipa þriggja manna starfshóp sem myndi gera tillögur um það hvernig megi fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Skýrsla starfshópsins var lögð fram á Kirkjuþingi um helgina. Í henni er bent á að þjóðkirkjufólki hafi fækkað um átta þúsund á einum áratug. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar teljist nú 73,6 prósent þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar miðað við 84,6 prósent á árinu 2005.Málin voru rædd í fjárhagsnefnd Kirkjuþings í gær. Fréttablaðið/StefánStarfshópurinn vitnar til greinar Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sem telji kirkjuna ekki hafa „fundið svör við nútímavæðingunni“ og kirkja sé nú „hjásett“ sem stofnun. „Aukin veraldarhyggja, skynsemishyggja og vísindahyggja hafi meðal annars leitt til hnignunar hefða og aukinnar áherslu á einstaklingsbundin réttindi og valfrelsi í stað samfylgdar á trúarlegum forsendum. Saman hafi þróunin gengið í átt til jaðarsetningar hins trúarlega ásamt hnignun kennivalds kirkjunnar og uppflosnun trúarlegra hefða,“ vitnar starfshópurinn til greiningar Rúnars. Áfram er vísað til prófessorsins sem kveður marga finna að því að kirkjan veiti ekki svör við siðferðilegum og félagslegum vandamálum. „Siðferðileg afstæðishyggja“ sé ríkjandi meðal almennings og það fari eftir aðstæðum hvað teljist rétt og rangt: „Eftir aldamót hafa svo skotið upp kollinum félög sem leggjast beinlínis gegn þjóðkirkjunni og kristinni trú. Slík félög hafa verið áberandi á seinni árum og rödd þeirra verið hávær, bæði í gegnum fjölmiðla sem og fótgönguliða sem fara um og hvetja til úrsagnar úr þjóðkirkjunni – og ganga með þar til gerð eyðublöð á sér – á sama tíma og hvatt er til skráningar í þeirra eigin félög.“ Að sögn starfshópsins miðast tillögur hans við að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Þrjú meginstef tillagnanna eru í fyrsta lagi aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun, í öðru lagi notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk og í þriðja lagi efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni. „Þjóðkirkjan kaupir aðgang að þjóðskrá fyrir 150 prestsembætti. Þar er hægt að komast að því hverjir eru í þjóðkirkjunni eftir kennitölum og kemur þá upp ef börn innan 18 ára tengjast viðkomandi kennitölum,“ bendir starfshópurinn á. „Gera þarf áætlun til fimm ára um eflingu fræðslu-, kynningar- og fjölmiðlastarfs þjóðkirkjunnar og verja til þess að minnsta kosti 30 milljónum króna árlega til viðbótar þeim fjármunum sem varið er í þessa þætti á fjarhagsáætlun fyrir árið 2015,“ segir starfshópurinn um fjárhagslega hlið málsins. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
„Boðun og predikun kirkjunnar nær ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, þegar hún er orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og á mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum,“ segir í skýrslu starfshóps sem lögð var fyrir Kirkjuþing þjóðkirkjunnar um helgina.Skýrsluna í heild sinni má lesa neðst í fréttinni. Ákveðið var á Kirkjuþingi 2014 að skipa þriggja manna starfshóp sem myndi gera tillögur um það hvernig megi fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Skýrsla starfshópsins var lögð fram á Kirkjuþingi um helgina. Í henni er bent á að þjóðkirkjufólki hafi fækkað um átta þúsund á einum áratug. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar teljist nú 73,6 prósent þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar miðað við 84,6 prósent á árinu 2005.Málin voru rædd í fjárhagsnefnd Kirkjuþings í gær. Fréttablaðið/StefánStarfshópurinn vitnar til greinar Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sem telji kirkjuna ekki hafa „fundið svör við nútímavæðingunni“ og kirkja sé nú „hjásett“ sem stofnun. „Aukin veraldarhyggja, skynsemishyggja og vísindahyggja hafi meðal annars leitt til hnignunar hefða og aukinnar áherslu á einstaklingsbundin réttindi og valfrelsi í stað samfylgdar á trúarlegum forsendum. Saman hafi þróunin gengið í átt til jaðarsetningar hins trúarlega ásamt hnignun kennivalds kirkjunnar og uppflosnun trúarlegra hefða,“ vitnar starfshópurinn til greiningar Rúnars. Áfram er vísað til prófessorsins sem kveður marga finna að því að kirkjan veiti ekki svör við siðferðilegum og félagslegum vandamálum. „Siðferðileg afstæðishyggja“ sé ríkjandi meðal almennings og það fari eftir aðstæðum hvað teljist rétt og rangt: „Eftir aldamót hafa svo skotið upp kollinum félög sem leggjast beinlínis gegn þjóðkirkjunni og kristinni trú. Slík félög hafa verið áberandi á seinni árum og rödd þeirra verið hávær, bæði í gegnum fjölmiðla sem og fótgönguliða sem fara um og hvetja til úrsagnar úr þjóðkirkjunni – og ganga með þar til gerð eyðublöð á sér – á sama tíma og hvatt er til skráningar í þeirra eigin félög.“ Að sögn starfshópsins miðast tillögur hans við að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Þrjú meginstef tillagnanna eru í fyrsta lagi aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun, í öðru lagi notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk og í þriðja lagi efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni. „Þjóðkirkjan kaupir aðgang að þjóðskrá fyrir 150 prestsembætti. Þar er hægt að komast að því hverjir eru í þjóðkirkjunni eftir kennitölum og kemur þá upp ef börn innan 18 ára tengjast viðkomandi kennitölum,“ bendir starfshópurinn á. „Gera þarf áætlun til fimm ára um eflingu fræðslu-, kynningar- og fjölmiðlastarfs þjóðkirkjunnar og verja til þess að minnsta kosti 30 milljónum króna árlega til viðbótar þeim fjármunum sem varið er í þessa þætti á fjarhagsáætlun fyrir árið 2015,“ segir starfshópurinn um fjárhagslega hlið málsins.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira