Þjóðkirkjan setji 150 milljónir í sálnaveiðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2015 07:00 Agnes M. Sigurðardóttir tók á árinu 2012 við sem biskup þjóðkirkjunnar sem nú vill snúa við þeirri þróun að meðlimum hennar fækkar. Fréttablaðið/Anton „Boðun og predikun kirkjunnar nær ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, þegar hún er orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og á mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum,“ segir í skýrslu starfshóps sem lögð var fyrir Kirkjuþing þjóðkirkjunnar um helgina.Skýrsluna í heild sinni má lesa neðst í fréttinni. Ákveðið var á Kirkjuþingi 2014 að skipa þriggja manna starfshóp sem myndi gera tillögur um það hvernig megi fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Skýrsla starfshópsins var lögð fram á Kirkjuþingi um helgina. Í henni er bent á að þjóðkirkjufólki hafi fækkað um átta þúsund á einum áratug. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar teljist nú 73,6 prósent þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar miðað við 84,6 prósent á árinu 2005.Málin voru rædd í fjárhagsnefnd Kirkjuþings í gær. Fréttablaðið/StefánStarfshópurinn vitnar til greinar Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sem telji kirkjuna ekki hafa „fundið svör við nútímavæðingunni“ og kirkja sé nú „hjásett“ sem stofnun. „Aukin veraldarhyggja, skynsemishyggja og vísindahyggja hafi meðal annars leitt til hnignunar hefða og aukinnar áherslu á einstaklingsbundin réttindi og valfrelsi í stað samfylgdar á trúarlegum forsendum. Saman hafi þróunin gengið í átt til jaðarsetningar hins trúarlega ásamt hnignun kennivalds kirkjunnar og uppflosnun trúarlegra hefða,“ vitnar starfshópurinn til greiningar Rúnars. Áfram er vísað til prófessorsins sem kveður marga finna að því að kirkjan veiti ekki svör við siðferðilegum og félagslegum vandamálum. „Siðferðileg afstæðishyggja“ sé ríkjandi meðal almennings og það fari eftir aðstæðum hvað teljist rétt og rangt: „Eftir aldamót hafa svo skotið upp kollinum félög sem leggjast beinlínis gegn þjóðkirkjunni og kristinni trú. Slík félög hafa verið áberandi á seinni árum og rödd þeirra verið hávær, bæði í gegnum fjölmiðla sem og fótgönguliða sem fara um og hvetja til úrsagnar úr þjóðkirkjunni – og ganga með þar til gerð eyðublöð á sér – á sama tíma og hvatt er til skráningar í þeirra eigin félög.“ Að sögn starfshópsins miðast tillögur hans við að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Þrjú meginstef tillagnanna eru í fyrsta lagi aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun, í öðru lagi notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk og í þriðja lagi efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni. „Þjóðkirkjan kaupir aðgang að þjóðskrá fyrir 150 prestsembætti. Þar er hægt að komast að því hverjir eru í þjóðkirkjunni eftir kennitölum og kemur þá upp ef börn innan 18 ára tengjast viðkomandi kennitölum,“ bendir starfshópurinn á. „Gera þarf áætlun til fimm ára um eflingu fræðslu-, kynningar- og fjölmiðlastarfs þjóðkirkjunnar og verja til þess að minnsta kosti 30 milljónum króna árlega til viðbótar þeim fjármunum sem varið er í þessa þætti á fjarhagsáætlun fyrir árið 2015,“ segir starfshópurinn um fjárhagslega hlið málsins. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
„Boðun og predikun kirkjunnar nær ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, þegar hún er orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og á mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum,“ segir í skýrslu starfshóps sem lögð var fyrir Kirkjuþing þjóðkirkjunnar um helgina.Skýrsluna í heild sinni má lesa neðst í fréttinni. Ákveðið var á Kirkjuþingi 2014 að skipa þriggja manna starfshóp sem myndi gera tillögur um það hvernig megi fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni. Skýrsla starfshópsins var lögð fram á Kirkjuþingi um helgina. Í henni er bent á að þjóðkirkjufólki hafi fækkað um átta þúsund á einum áratug. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar teljist nú 73,6 prósent þjóðarinnar til þjóðkirkjunnar miðað við 84,6 prósent á árinu 2005.Málin voru rædd í fjárhagsnefnd Kirkjuþings í gær. Fréttablaðið/StefánStarfshópurinn vitnar til greinar Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sem telji kirkjuna ekki hafa „fundið svör við nútímavæðingunni“ og kirkja sé nú „hjásett“ sem stofnun. „Aukin veraldarhyggja, skynsemishyggja og vísindahyggja hafi meðal annars leitt til hnignunar hefða og aukinnar áherslu á einstaklingsbundin réttindi og valfrelsi í stað samfylgdar á trúarlegum forsendum. Saman hafi þróunin gengið í átt til jaðarsetningar hins trúarlega ásamt hnignun kennivalds kirkjunnar og uppflosnun trúarlegra hefða,“ vitnar starfshópurinn til greiningar Rúnars. Áfram er vísað til prófessorsins sem kveður marga finna að því að kirkjan veiti ekki svör við siðferðilegum og félagslegum vandamálum. „Siðferðileg afstæðishyggja“ sé ríkjandi meðal almennings og það fari eftir aðstæðum hvað teljist rétt og rangt: „Eftir aldamót hafa svo skotið upp kollinum félög sem leggjast beinlínis gegn þjóðkirkjunni og kristinni trú. Slík félög hafa verið áberandi á seinni árum og rödd þeirra verið hávær, bæði í gegnum fjölmiðla sem og fótgönguliða sem fara um og hvetja til úrsagnar úr þjóðkirkjunni – og ganga með þar til gerð eyðublöð á sér – á sama tíma og hvatt er til skráningar í þeirra eigin félög.“ Að sögn starfshópsins miðast tillögur hans við að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Þrjú meginstef tillagnanna eru í fyrsta lagi aukið fjármagn og aukin áhersla á fræðslu og fjölmiðlun, í öðru lagi notkun félagatals þjóðkirkjunnar í sóknarnefndum og stuðningur við starfsfólk og í þriðja lagi efling æskulýðsfélaga og áhugamanna sem þátttakenda í umræðunni. „Þjóðkirkjan kaupir aðgang að þjóðskrá fyrir 150 prestsembætti. Þar er hægt að komast að því hverjir eru í þjóðkirkjunni eftir kennitölum og kemur þá upp ef börn innan 18 ára tengjast viðkomandi kennitölum,“ bendir starfshópurinn á. „Gera þarf áætlun til fimm ára um eflingu fræðslu-, kynningar- og fjölmiðlastarfs þjóðkirkjunnar og verja til þess að minnsta kosti 30 milljónum króna árlega til viðbótar þeim fjármunum sem varið er í þessa þætti á fjarhagsáætlun fyrir árið 2015,“ segir starfshópurinn um fjárhagslega hlið málsins.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira