Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðslan skemmdi sambandið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þeir Boris Johnson og David Cameron eru, eða réttara sagt voru, miklir vinir.
Þeir Boris Johnson og David Cameron eru, eða réttara sagt voru, miklir vinir. vísir/getty
Forsætisráðherra Bretlands segir að skiptar skoðanir hans og borgararstjóra Lundúna á hugsanlegri útgöngu landsins úr Evrópusambandinu hafi bitnað á nánu sambandi þeirra.

David Cameron segir það hafa verið mikið áfall fyrir sig þegar borgarstjórinn Boris Johnson ákvað að styðja útgöngu Brelands úr Evrópusambandinu. Honum hafi fundist það sérstaklega þungbært í ljósi þess að samband þeirra Cameron og Johnson spannar áratugi og nær allt til námsára þeirra í Eton og Oxford.

Hann segir að hann hafði vonast til þess að geta átt í góðum og hreinskiptum rökræðum við einhvern sem hann taldi „góðan vin“ en í samtali við tímaritið Glamour segir hann að skiptar skoðanir þeirra hafi sett svip sinn á samskiptin.

„Ég er ennþá vinur Boris, en eflaust ekki jafn góður vinur,“ segir Cameron og bætti við að andstaða borgarstjórans við áframhaldandi veru í Evrópusambandi væri „pirrandi.“ Annar náinn samstarfsmaður Camerons, dómsmálaráðherrann Michael Gove, berst einnig fyrir útgöngu úr ESB. „Ég er þeirrar skoðunar að þeir hafi tekið ranga ákvörðun en þeir eru stjórnmálamenn og verða að ákveða sig,“ segir Cameron.

Hann segir í samtali við tímaritið að hann ætli ekki að segja af sér muni breska þjóðin kjósa að segja sig úr ESB. Að sama skapi efast hann um að umræðan um útgöngu úr sambandinu muni hætta þó svo að Bretar ákveði að vera þar áfram.

Kosið verður þann 23. júní.


Tengdar fréttir

Kallar Obama hálf-kenískan hræsnara

Borgarstjóri Lundúna er ekki hrifinn af afskiptum Bandaríkjaforseta af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um hvort landið skuli yfirgefa Evrópusambandið. Forsetinn hvetur til sameiningar og segir Bretland sterkara innan sambandsins.

Segja breskt hagkerfi vaxa meira utan ESB

Átta breskir hagfræðingar birtu skýrslu í gær þar sem þeir segja Evrópusambandið íþyngja bresku atvinnulífi. Þeir líkja sambandinu við garð með girðingu í formi tolla og reglugerða. Obama varar Breta aftur á móti við útgöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×