Þjóðarátakið „Þjóðin býður heim“ 1. júní 2010 15:23 Steingrímur J. Sigfússon og Áslaug Friðriksdóttir hvöttu alla þjóðina, og ríkis- og borgarstarfsmenn sérstaklega, til þess að taka þátt í átakinu „Þjóðin býður heim“ þegar það var formlega sett af stað við Iðnó í dag. Á fimmtudaginn á milli klukkan 13 og 14 er fólk hvatt til að senda glænýtt og skemmtilegt myndaband af síðunni www.inspiredbyiceland.is til fjölskyldu, vina, kunningja og viðskiptafélaga erlendis. Þeir sem ekki hafa tök á því á þeim tíma geta sent myndbandið á öðrum tímum dagsins eða hvenær sem er næstu vikurnar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. „Ég hvet alla forstöðumenn ríkisstofnana og fyrirtækja í landinu til þess að gefa fólki tóm til þess á fimmtudaginn að senda vinum, kunningjum og viðskiptaaðilum kveðju og heimboð til Íslands í sumar“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forsætisráðherra, þegar átakið „Þjóðin býður heim“ var formlega sett af stað við Iðnó í dag að viðstöddum fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs. Steingrímur sagðist sem fjármálaráðherra hafa verið farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Þrátt fyrir áföll vegna gossins og frestunar Landsmóts hestamanna þá væri mikilvægt að missa ekki kjarkinn og vel til fundið að fá þjóðina í lið með sér til þess að sannfæra ferðamenn um að fresta ekki komu sinni til Íslands. „Við veðjum á ferðaþjónustuna því hún er fljótvirkasta leiðin til tekjuöflunar fyrir þjóðina og á framtíðina fyrir sér.“Allir á Netið Áslaug Friðriksdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, minnti á að netnotkun á Íslandi væri mikil. „Það er ákaflega íslenskt að bregðast við svona hratt og segja: Já, nú förum við öll á Netið og bjóðum heim. Ef við náum í tvo vini hvert og eitt okkar þá sköpum við bylgju í útlöndum og náum til 600 þúsund manns í einni svipan og þetta verður umtalað. Og þá er þetta komið, ferðasumrinu bjargað, er ekki svo? Hún hvatti borgarstarfsmenn til þess að taka þátt í átakinu og lagði áherslu á að ferðaþjónustan í öllum sínum myndum hefði mikla efnahagslega þýðingu fyrir Reykjavíkurborg.Jungle Drum Emiliönu Torrini Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra upplýsti að myndbandið sem fólk yrði hvatt til þess að senda í þjóðarátakinu samanstæði af hressilegum og skemmtilegum myndum af fólki sem dansaði við Jungle Drum, lag og söng Emilíönu Torrini, við ólíkar aðstæður á Íslandi. Hún sagði að myndbandið væri af því tagi að fólk myndi langa til að senda það áfram á Netinu til vina og kunningja í útlöndum.Snörp sókn á ferðamarkaði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að snörp viðbrögð við ytri áföllum væru ákaflega þakkarverð og hann væri sannfærður um að með aðstoð þjóðarinnar yrði hægt að tryggja að ferðamannaárið yrði í besta lagi í ár eins og á síðustu árum. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Á fimmtudaginn á milli klukkan 13 og 14 er fólk hvatt til að senda glænýtt og skemmtilegt myndaband af síðunni www.inspiredbyiceland.is til fjölskyldu, vina, kunningja og viðskiptafélaga erlendis. Þeir sem ekki hafa tök á því á þeim tíma geta sent myndbandið á öðrum tímum dagsins eða hvenær sem er næstu vikurnar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. „Ég hvet alla forstöðumenn ríkisstofnana og fyrirtækja í landinu til þess að gefa fólki tóm til þess á fimmtudaginn að senda vinum, kunningjum og viðskiptaaðilum kveðju og heimboð til Íslands í sumar“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forsætisráðherra, þegar átakið „Þjóðin býður heim“ var formlega sett af stað við Iðnó í dag að viðstöddum fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs. Steingrímur sagðist sem fjármálaráðherra hafa verið farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Þrátt fyrir áföll vegna gossins og frestunar Landsmóts hestamanna þá væri mikilvægt að missa ekki kjarkinn og vel til fundið að fá þjóðina í lið með sér til þess að sannfæra ferðamenn um að fresta ekki komu sinni til Íslands. „Við veðjum á ferðaþjónustuna því hún er fljótvirkasta leiðin til tekjuöflunar fyrir þjóðina og á framtíðina fyrir sér.“Allir á Netið Áslaug Friðriksdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, minnti á að netnotkun á Íslandi væri mikil. „Það er ákaflega íslenskt að bregðast við svona hratt og segja: Já, nú förum við öll á Netið og bjóðum heim. Ef við náum í tvo vini hvert og eitt okkar þá sköpum við bylgju í útlöndum og náum til 600 þúsund manns í einni svipan og þetta verður umtalað. Og þá er þetta komið, ferðasumrinu bjargað, er ekki svo? Hún hvatti borgarstarfsmenn til þess að taka þátt í átakinu og lagði áherslu á að ferðaþjónustan í öllum sínum myndum hefði mikla efnahagslega þýðingu fyrir Reykjavíkurborg.Jungle Drum Emiliönu Torrini Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra upplýsti að myndbandið sem fólk yrði hvatt til þess að senda í þjóðarátakinu samanstæði af hressilegum og skemmtilegum myndum af fólki sem dansaði við Jungle Drum, lag og söng Emilíönu Torrini, við ólíkar aðstæður á Íslandi. Hún sagði að myndbandið væri af því tagi að fólk myndi langa til að senda það áfram á Netinu til vina og kunningja í útlöndum.Snörp sókn á ferðamarkaði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að snörp viðbrögð við ytri áföllum væru ákaflega þakkarverð og hann væri sannfærður um að með aðstoð þjóðarinnar yrði hægt að tryggja að ferðamannaárið yrði í besta lagi í ár eins og á síðustu árum.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira