Þjóð, kirkja og traust 14. júlí 2011 06:00 Nú liggur fyrir útkoma út þjóðarpúlsi Capacent Gallup, þar sem spurt var um traust almennings til þjóðkirkjunnar og biskups Íslands. Svarið liggur fyrir: Of fáir treysta. Við sem störfum í þjóðkirkjunni höfum fylgst með því hvernig traustið til hennar sem stofnunar hefur dalað í skoðanakönnunum, oft í öfugu hlutfalli við það sem við reynum í samskiptunum í söfnuðunum okkar. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að þjóðkirkjan er fyrst og fremst fólkið sem tekur þátt í starfi safnaðanna um allt land, en ekki stofnun og skipulag, biskupar og prestar. Þjóðkirkjan er hreyfing karla og kvenna sem leyfa boðskap Jesú frá Nasaret að móta líf sitt til góðs fyrir heiminn. Hreyfing sem starfar um allt land. Stofnunin þjóðkirkjan þarf að vita hvað veldur því að traust til hennar og æðsta embættismanns hennar er jafnlítið og raun ber vitni. Er skýringa að leita í almennri traustskreppu í samfélaginu? Er fólk sátt við hvernig tekið var við skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings? Hefur kirkjan tekið nægilegt frumkvæði í uppbyggingunni eftir Hrunið? Hefur kirkjan staðið sig í jafnréttis- og umhverfismálum? Hvers vegna er afstaða þjóðarinnar til stofnunarinnar önnur en til starfsins í sóknarkirkjunni og nærsamfélaginu? Hugtakið „aggiornamento" hefur verið notað yfir það sem umbreytist úr gömlu í nýtt. Í samhengi þjóðkirkjunnar þýðir þetta að kirkjan uppfæri sig til dagsins í dag. Þannig getur boðskapur hennar um frelsi manneskjunnar og umhyggju Guðs hitt okkur í hjartastað og borið ávöxt. Skoðanakannanir um traust til kirkjunnar segja okkur að slík uppfærsla sé nauðsynleg. Þótt okkur hugnist ekki niðurstöðurnar, leiðum við þær ekki hjá okkur. Skilaboðin eru skýr og kirkjan bregst við þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir útkoma út þjóðarpúlsi Capacent Gallup, þar sem spurt var um traust almennings til þjóðkirkjunnar og biskups Íslands. Svarið liggur fyrir: Of fáir treysta. Við sem störfum í þjóðkirkjunni höfum fylgst með því hvernig traustið til hennar sem stofnunar hefur dalað í skoðanakönnunum, oft í öfugu hlutfalli við það sem við reynum í samskiptunum í söfnuðunum okkar. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að þjóðkirkjan er fyrst og fremst fólkið sem tekur þátt í starfi safnaðanna um allt land, en ekki stofnun og skipulag, biskupar og prestar. Þjóðkirkjan er hreyfing karla og kvenna sem leyfa boðskap Jesú frá Nasaret að móta líf sitt til góðs fyrir heiminn. Hreyfing sem starfar um allt land. Stofnunin þjóðkirkjan þarf að vita hvað veldur því að traust til hennar og æðsta embættismanns hennar er jafnlítið og raun ber vitni. Er skýringa að leita í almennri traustskreppu í samfélaginu? Er fólk sátt við hvernig tekið var við skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings? Hefur kirkjan tekið nægilegt frumkvæði í uppbyggingunni eftir Hrunið? Hefur kirkjan staðið sig í jafnréttis- og umhverfismálum? Hvers vegna er afstaða þjóðarinnar til stofnunarinnar önnur en til starfsins í sóknarkirkjunni og nærsamfélaginu? Hugtakið „aggiornamento" hefur verið notað yfir það sem umbreytist úr gömlu í nýtt. Í samhengi þjóðkirkjunnar þýðir þetta að kirkjan uppfæri sig til dagsins í dag. Þannig getur boðskapur hennar um frelsi manneskjunnar og umhyggju Guðs hitt okkur í hjartastað og borið ávöxt. Skoðanakannanir um traust til kirkjunnar segja okkur að slík uppfærsla sé nauðsynleg. Þótt okkur hugnist ekki niðurstöðurnar, leiðum við þær ekki hjá okkur. Skilaboðin eru skýr og kirkjan bregst við þeim.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar