Þjálfar krakka í hættulegu fátækrahverfi: Maður er alltaf hræddur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 09:30 Krakkar í Ciudad Bolívar fagna eftir leik sem þau spiluðu gegn nágrannaliði. Bjarki Már er til hægri. vísir/getty/eyjólfur Bjarki Már Ólafsson, 22 ára gamall Seltirningur, þjálfar krakka í einu allra hættulegasta fátækrahverfi heims í Kólumbíu. Þessi fyrrverandi vonarstjarna Gróttu, sem þurfti að leggja skóna á hilluna vegna hjartagalla langt fyrir aldur fram, þjálfaði krakka hjá uppeldisfélagi sínu undanfarin tvö ár. Hann vildi fá aðra sýn á lífið og sótti um verkefnið hjá skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta, AUS. „Ég hafði samband við AUS-skrifstofuna á Íslandi og sagði að ég vildi komast út í fátækrahverfi hvar sem er í heiminum og vildi fá að þjálfa fótbolta svo ég fengi samanburðinn,“ segir Bjarki Már í innslagi í Íslandi í dag.Alltaf hræddur Honum varð svo sannarlega að ósk sinni því hann fékk þjálfarastarf í Ciudad Bolívar í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá, en það er eitt alræmdasta fátækra- og glæpahverfi heims. „Þetta er eitt stærsta fátækrahverfi heims. Þarna eru eiturlyfjasalar á hverju götuhorninu og gengi starfrækt,“ segir Bjarki Már. „Ég ætla ekki að þykjast vera ekki hræddur. Þegar maður ferðast á morgnanna setur maður á sig öryggisbeltið. Maður er alltaf hræddur,“ segir hann.Kenna góð gildi Markmiðið með verkefninu sem Bjarki Már er hluti af í Bogotá er að halda börnum af götunni og fjarri glæpum. Einnig er stuðlað að því að bæta lífsgleði barnanna. „Við kennum þeim gildi í fótboltanum sem þau geta tekið með sér út í lífið. Gildi síðustu viku var samkennd þar sem í hvert skipti sem einhver datt, meiddi sig eða klúðraði færi átti næsti maður að rétta honum hjálparhönd eða peppa hann óháð því hvort þetta væri samherji eða andstæðingur,“ segir Bjarki Már.Í guðatölu Hann segist afar vinsæll hjá krökkunum þar sem hann sé auðvitað að stuðla að betri framtíð barnanna. Munurinn á þakklætinu fyrir hans störf í Bogotá miðað við hér heima er töluverður. „Maður er í guðatölu fyrir að leyfa börnunum að spila fótbolta. Heima fær maður símtal frá foreldrum sem kvarta yfir liðsvali eða þess háttar,“ segir Bjarki Már.Öryggi ekki sjálfsagður hlutur Bjarki er búinn að vera í viku úti í Kólumbíu en verkefnið tekur þrjá mánuði. Muninn á lífsgæðunum hér heima og úti segir hann mikinn. „Á þessari einu viku sé ég strax hvað við heima tökum öryggi sem sjálfsögðum hlut. Hér má ég ekki fara út eftir klukkan sex,“ segir hann. „Ég bý í miklu fátækrahverfi og ég sé út um gluggan sírenur og vesen. Maður tekur örygginu ekki sem sjálfsögðum hlut. Krakkar á Íslandi búa við mikil forréttindi og það sér maður núna,“ segir Bjarki Már Ólafsson. Innslagið má sjá hér að neðan. Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Bjarki Már Ólafsson, 22 ára gamall Seltirningur, þjálfar krakka í einu allra hættulegasta fátækrahverfi heims í Kólumbíu. Þessi fyrrverandi vonarstjarna Gróttu, sem þurfti að leggja skóna á hilluna vegna hjartagalla langt fyrir aldur fram, þjálfaði krakka hjá uppeldisfélagi sínu undanfarin tvö ár. Hann vildi fá aðra sýn á lífið og sótti um verkefnið hjá skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta, AUS. „Ég hafði samband við AUS-skrifstofuna á Íslandi og sagði að ég vildi komast út í fátækrahverfi hvar sem er í heiminum og vildi fá að þjálfa fótbolta svo ég fengi samanburðinn,“ segir Bjarki Már í innslagi í Íslandi í dag.Alltaf hræddur Honum varð svo sannarlega að ósk sinni því hann fékk þjálfarastarf í Ciudad Bolívar í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá, en það er eitt alræmdasta fátækra- og glæpahverfi heims. „Þetta er eitt stærsta fátækrahverfi heims. Þarna eru eiturlyfjasalar á hverju götuhorninu og gengi starfrækt,“ segir Bjarki Már. „Ég ætla ekki að þykjast vera ekki hræddur. Þegar maður ferðast á morgnanna setur maður á sig öryggisbeltið. Maður er alltaf hræddur,“ segir hann.Kenna góð gildi Markmiðið með verkefninu sem Bjarki Már er hluti af í Bogotá er að halda börnum af götunni og fjarri glæpum. Einnig er stuðlað að því að bæta lífsgleði barnanna. „Við kennum þeim gildi í fótboltanum sem þau geta tekið með sér út í lífið. Gildi síðustu viku var samkennd þar sem í hvert skipti sem einhver datt, meiddi sig eða klúðraði færi átti næsti maður að rétta honum hjálparhönd eða peppa hann óháð því hvort þetta væri samherji eða andstæðingur,“ segir Bjarki Már.Í guðatölu Hann segist afar vinsæll hjá krökkunum þar sem hann sé auðvitað að stuðla að betri framtíð barnanna. Munurinn á þakklætinu fyrir hans störf í Bogotá miðað við hér heima er töluverður. „Maður er í guðatölu fyrir að leyfa börnunum að spila fótbolta. Heima fær maður símtal frá foreldrum sem kvarta yfir liðsvali eða þess háttar,“ segir Bjarki Már.Öryggi ekki sjálfsagður hlutur Bjarki er búinn að vera í viku úti í Kólumbíu en verkefnið tekur þrjá mánuði. Muninn á lífsgæðunum hér heima og úti segir hann mikinn. „Á þessari einu viku sé ég strax hvað við heima tökum öryggi sem sjálfsögðum hlut. Hér má ég ekki fara út eftir klukkan sex,“ segir hann. „Ég bý í miklu fátækrahverfi og ég sé út um gluggan sírenur og vesen. Maður tekur örygginu ekki sem sjálfsögðum hlut. Krakkar á Íslandi búa við mikil forréttindi og það sér maður núna,“ segir Bjarki Már Ólafsson. Innslagið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira