Þingvallavatn – viðkvæmur viðtaki Hilmar J. Malmquist skrifar 29. júlí 2015 07:00 Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fjörleg umræða hefur staðið yfir að undanförnu um erlenda ferðamenn og álag af þeirra völdum á náttúru, menn og mannvirki. Gróður og jarðvegur láta á sjá, biðraðir myndast við afgreiðslur og salerni hafa ekki undan, jafnvel þannig að fólk gerir þarfir sínar í næsta runna. Þetta er vissulega óviðunandi ástand og brýnt að bæta úr því sem fyrst. Við höfum haft allar forsendur til að bregðast fyrr við en ekki gert það. Þess vegna eru innviðir ferðaþjónustunnar veikbyggðari en ella. Ráðherra ferðamála hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að við höfum verið „…aðeins tekin í bólinu“ og að „Áralangur skortur á uppbyggingu er að koma okkur í koll núna.“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum ásamt Þingvallavatni er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu og hefur ekki farið varhluta af tilheyrandi álagi. Vel hefur þó verið leyst úr ýmsum vandamálum þar en fjöldi ferðamanna er aftur á móti orðinn slíkur að gera þarf betur. Á meðal þess sem ráða þarf bót á er fráveita skólps, sérstaklega með hliðsjón af verndun lífríkis Þingvallavatns. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn landsins, af gerð lindarvatns, rómað fyrir bláma, hrein- og tærleika og frægt fyrir einstakt lífríki og gjöfula silungsveiði. Vegna þessa nýtur vatnið bæði verndar samkvæmt íslenskum sérlögum og Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna um menningar- og náttúruarfleifð mannkyns. Eins og málum er nú háttað í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns er seyra tæmd úr rotþróm og farið með hana út fyrir vatnasviðið til hreinsunar. Skólpvatnið situr hins vegar eftir í langflestum þróm og þaðan sytrar það út í umhverfið. Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður. Þingvallavatn er mjög viðkvæmur viðtaki fyrir nitri, sem er í miklu magni í skólpvatni. Viðkvæmnin stafar af því að mjög lítið er af nitri í Þingvallavatni en jafnframt er nitur annað tveggja helstu næringarefna sem gróður þarf til vaxtar. Aukist niturstyrkur í vatninu þá eykst vöxtur þörunga sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allt lífríki vatnsins og hrein- og tærleika þess. Vísbendingar um þessa þróun í Þingvallavatni eru því miður nú þegar fyrir hendi. Bregðast verður strax við álagi á vatnasviði Þingvallavatns ef ekki á að fara illa fyrir einni helstu náttúruperlu okkar. Uppsprettur niturmengunar á vatnasviðinu eru reyndar fleiri en vegna skólpvatns en hér gildir hið fornkveðna að það er kornið sem fyllir mælinn og best að byrja á því að taka til í eigin garði. Hvetja má gesti til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið er á Þingvöll. Staðsetja ber salerni og rotþrær þar sem jarðveg er að finna fjarri hrauni og vatni. Huga þarf að aðferðum sem fella sem mest út af skólpvatni í rótþrónum, helst þannig að ekkert sytri út á viðkvæmustu stöðunum þar sem hraun er undir og skammt í vatn. Með þessum aðgerðum og fleirum munu komandi kynslóðir njóta þjóðgarðsins og Þingvallavatns líkt og milljónir manna hafa gert til þessa.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun