Þingsályktun um þjóðaratkvæði á síðasta ári kjörtímabilsins 15. janúar 2017 13:14 Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“ Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir engan vafa á því að lögð verði fram þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið síðar á kjörtímabilinu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir að „komi fram þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið eru stjórnarflokkarnir sammála um að greiða skuli atkvæði um málið og leiða það til lykta á Alþingi undir lok kjörtímabilsins.“ Þá segir að stjórnarflokkarnir kunni að hafa ólíka afstöðu til málsins og virða það hver við annan. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Jón Steindór sagði að niðurstaða stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar varðandi Evrópumál hafi verið ásættanleg. Þingmenn Viðreisnar hafi metið stöðuna svo að flokkurinn kæmist ekki lengra með málið í ljósi ólíkrar stefnu ríkisstjórnarflokkanna. „Þá ákváðum við eftir mikla umhugsun og eftir mikla umræðu innan okkar eigin flokks og margar tilraunir til að þoka þessu lengra, að þetta væri niðurstaða í stjórnarsáttmálanum sem við gætum lifað við. Það er rétt að ítreka að þetta er ekki okkar óskaniðurstaða. Við mátum það þannig að við kæmumst einfaldlega ekki lengra.“ Jón Steindór sagðist leggja þann skilning í orðalagið „undir lok kjörtímabilsins“ að um sé að ræða síðasta ár kjörtímabilsins. „Þetta er orðað þannig í stjórnarsáttmálanum að „komi fram“ það er eins og þarna sé einhver mistería um hvort einhverjum detti það í hug. Ég get þá bara upplýst það hér og nú að hún mun koma fram.“ Jón Steindór sagðist ekki reikna með að styðja þingsályktun sem kæmi fram fyrr því hann sagðist líta svo á að hann hefði skuldbundið sig til að styðja ríkisstjórnarsamstarfið og þessa málamiðlun. „Ég er þátttakandi núna í ríkisstjórn sem að hefur gert þetta samkomulag og ég virði það samkomulag, en ég ætlast að sama skapi til þess af ríkisstjórninni og öllum þingmönnum, líka sjálfstæðisþingmönnunum, að þeir muni greiða götu þess að slíkt mál fái framgang á síðasta ári kjörtímabilsins og muni ekki leggja stein í götu þess.“
Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira