Þingmaður Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og formannskosningu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2016 15:13 Ólína segir stöðuna í forystumálum Samfylkingarinnar vera óþolandi fyrir bæði formanninn og flokkinn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að landsfundur flokksins verði færður fram í maí á þessu ári þar sem kosið verður um formann í flokknum. Tilefnið er slæmt gengi flokksins í skoðanakönnunum. „Það kom ein könnun í gær, ein af mörgum, sem sýnir að Samfylkingin er ítrekað undir 10 prósent fylgi og er í rauninni sáralítið brot af því sem hún var og ætti að vera,“ segir hún. „Ég tel að þetta sé óásættanleg staða til lengdar fyrir flokk sem að lítur á sig sem burðarflokk í íslenskum stjórnmálum.“Árni Páll átti undir högg að sækja á síðasta landsfundi og munaði litlu að hann hefði misst formannssætið.Vísir/Andri„Ég tel að það verði einhver hreyfing að verða á Samfylkingunni núna og að hún þurfi á því að halda að fara í þær málefnaáherslur og umræður sem fylgja landsfundi, það myndi gera flokknum gott, og veita forystumanni, formanni flokksins, hver svo sem hann verður, umboð,“ segir Ólína. Ólína telur að skýra þurfi umboð formanns flokksins; annað hvort að velja nýjan formann eða veita Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni, sterkara umboð. Hún vill að landsfundur flokksins verði færður frá nóvember fram í maí. „Umboðið sem hann hefur núna er afar veikt eftir síðasta landsfund, við vitum það, og það kann að eiga sinn þátt í því hvernig komið er. Að minnsta kosti held ég að við getum ekki beðið fram í nóvember með að knýja fram niðurstöðu í forystumálum flokksins,“ segir hún. „Þetta er óþolandi staða. Bæði fyrir núverandi formann og flokkinn í heild.“ En hefur hún fengið viðbrögð um þessa hugmynd? „Menn eru að ræða þetta sín á milli og ég heyri ekki betur en að margir séu sammála þessu,“ svarar Ólína. „Enn sem komið er hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira