Þingmaður misskildi úrslit kosninganna Erla Hlynsdóttir skrifar 1. desember 2010 10:01 Vigdís Hauksdóttir sagðist hafa efasemdir um að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu eigi góða möguleika í persónukjöri „Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. „Þeir sem fá flestu atkvæðin eru fremstir í stafrófinu og svo niður úr. Það er svolítið merkilegt út af því að listinn raðaðist þannig að hann byrjaði á A og fór svo niðureftir þannig að hefði kannski listinn byrjað á L þá hefðu kannski úrslitin líka orðið öðruvísi. Hugsið ykkur það," sagði Vigdís. Þorgeir sagði þetta athyglisverðan punkt hjá þingmanninum og hafði samband við næsta viðmælanda, stjórnmálafræðinginn Einar Mar Þórðarson. Einar Mar tók af allan vafa um að Vigdís hafði þarna misskilið úrslitin en þegar niðurstöður voru kynntar var tekið sérstaklega fram að nöfn nýkjörinna þingmanna á stjórnlagaþing yrðu lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir atkvæðamagni. Upplýst yrði um það síðar hver fékk flest atkvæði. Eins og kom þá í ljós fékk Þorvaldur Gylfason hagfræðingur flest atkvæði, en hann er einn þeirra frambjóðenda sem er hvað aftast í stafrófsröðinni. Um það var tilkynnt eftir viðtalið við Vigdísi. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar. Hlusta má á upptöku af Reykjavík síðdegis í gær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Uppfært klukkan 10.26: Vigdís segir í samtali við Vísi að henni finnist afar undarlegt að úrslitin hafi upphaflega verið kynnt þannig að nöfn kjörinna fulltrúa voru lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir því hversu mörg atkvæði voru á bak við kjör hvers þeirra. Hún bendir á að Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, hafi sagt, áður en hann hóf að lesa upp nöfnin, að þau yrðu lesin upp í samræmi við tiltekna lagagrein. Taldi Vigdís að Ástráður væri þar að vísa til þess að nöfnin yrðu lesin upp eftir atkvæðamagni. Henni finnst upphafleg framsetning á úrslitinum afar villandi. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira
„Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. „Þeir sem fá flestu atkvæðin eru fremstir í stafrófinu og svo niður úr. Það er svolítið merkilegt út af því að listinn raðaðist þannig að hann byrjaði á A og fór svo niðureftir þannig að hefði kannski listinn byrjað á L þá hefðu kannski úrslitin líka orðið öðruvísi. Hugsið ykkur það," sagði Vigdís. Þorgeir sagði þetta athyglisverðan punkt hjá þingmanninum og hafði samband við næsta viðmælanda, stjórnmálafræðinginn Einar Mar Þórðarson. Einar Mar tók af allan vafa um að Vigdís hafði þarna misskilið úrslitin en þegar niðurstöður voru kynntar var tekið sérstaklega fram að nöfn nýkjörinna þingmanna á stjórnlagaþing yrðu lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir atkvæðamagni. Upplýst yrði um það síðar hver fékk flest atkvæði. Eins og kom þá í ljós fékk Þorvaldur Gylfason hagfræðingur flest atkvæði, en hann er einn þeirra frambjóðenda sem er hvað aftast í stafrófsröðinni. Um það var tilkynnt eftir viðtalið við Vigdísi. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar. Hlusta má á upptöku af Reykjavík síðdegis í gær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Uppfært klukkan 10.26: Vigdís segir í samtali við Vísi að henni finnist afar undarlegt að úrslitin hafi upphaflega verið kynnt þannig að nöfn kjörinna fulltrúa voru lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir því hversu mörg atkvæði voru á bak við kjör hvers þeirra. Hún bendir á að Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, hafi sagt, áður en hann hóf að lesa upp nöfnin, að þau yrðu lesin upp í samræmi við tiltekna lagagrein. Taldi Vigdís að Ástráður væri þar að vísa til þess að nöfnin yrðu lesin upp eftir atkvæðamagni. Henni finnst upphafleg framsetning á úrslitinum afar villandi.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Sjá meira