Þingið sem fyrirtæki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 07:00 Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ætla mætti að það sem skori hæst í könnunum innan fyrirtækja á starfsánægju væru launakjör. Svo er þó ekki. Það sem yfirleitt skorar hæst er tilfinningin að vera metinn í starfi, traust yfirmanns og að viðkomandi fái að njóta sín sem einstaklingur. Þessi atriði skora öll mjög hátt í starfsánægju. Ábyrgð á verkefnum er einnig ofarlega á lista og starfsöryggi. Þingmenn eru ekkert öðruvísi en aðrir starfsmenn að þessu leyti. Þeir vilja fá að njóta sín sem einstaklingar og fá á tilfinninguna að störf þeirra skipti máli. En það er himinn og haf á milli þingsins sem vinnustaðar og venjulegs fyrirtækis. Fyrir það fyrsta stefna allir í vel reknu fyrirtæki að sama markmiðinu, hvernig sem það er skilgreint, þar sem hver hefur sitt hlutverk sem hlekkur í keðjunni. Í þinginu er hins vegar tilhneiging til að „afskrifa“ þá starfsmenn sem ekki tilheyra meirihluta hverju sinni og láta eins og þeir séu ekki til. Þeim er haldið úti í kuldanum og þeirra hugmyndir ekki teknar til greina. Innan fyrirtækja eru oft nokkrar deildir og innan þingsins eru þingflokkar. Deildir fyrirtækja þurfa að vinna saman til að ná markmiðinu og þó oft sé rígur á milli eru allir meðvitaðir um að það sé allra hagur að heyra ólík sjónarmið til að finna lausnir. Innan þingsins eru ólík sjónarmið helst kæfð í fæðingu og góðlátlega bent á þekkingar- eða reynsluleysi viðkomandi og jafnvel gefið í skyn að hann hafi einhvern annarlegan tilgang. Innan fyrirtækja eru haldnir fundir með skilgreindri dagskrá og virkri fundarstjórn og þar hvarflar t.d. ekki að neinum að ræða „þrif á húsnæði“ undir liðnum „10 stærstu viðskiptavinirnir“. Vegna galla í þingsköpum geta þingmenn hins vegar farið langt út fyrir efnið sem sett er á dagskrá og haldið öllum í heljargreipum í óskilgreindan tíma, sbr. liðinn „fundarsköp forseta“, sem er skelfileg nýting á tíma.Taka ekki undir góðar hugmyndir Innan fyrirtækja er oft notað hugarflæði (brainstorming) til að kalla fram góðar hugmyndir og þeim sem kemur með góða hugmynd er hrósað og hugmyndin eignuð honum. Í þinginu er barist gegn því eins og líf liggi við að taka undir góðar hugmyndir „hinna“ og færni þingmanna metin í því hversu hratt þeir átti sig á hugsanlegum, mögulegum slæmum afleiðingum hugmyndarinnar. Innan fyrirtækja eru fjölmargar aðgerðir í gangi til að þétta hópinn og efla liðsandann, hvort sem það er í formi opinna rýma, róteringa á milli starfa, reglulegra funda, skemmtilegra uppákoma eða sameiginlegra átaksverkefna. Í þinginu er hver flokkur í sínu þingflokksherbergi, sem aðrir koma ekki óboðnir í, og á sitt eigið borð í matsalnum. Þannig er markvisst ýtir undir „við“ / „þið“ kúltúrinn í þinginu. Þess er auk þess sérstaklega gætt að halda minnihlutanum hverju sinni sem mest utan við umræðuna og meirihlutaþingmenn litnir hornauga ef þeir gefa sig of mikið á tal við „andstæðinginn“. Hvernig má það vera, með vitneskju um allar þessar starfsánægjukannanir innan fyrirtækja, að þingið reyni ekki að tileinka sér eitthvað af því sem virkar til að ná betri árangri? Hátt brottfall alþingismanna af þingi gefur sterkar vísbendingar um að þingmönnum líði ekki vel í vinnunni, en hvers vegna næst ekki samstaða um að nýta tíma allra betur og vinna meira saman? Horfum lengra fram í tímann og einbeitum okkur að lausnum. Þingmenn eru starfsmenn þjóðarinnar og þeim ber að vinna fyrir kaupinu og nýta tímann sinn vel eins og hægt er, líkt og allir aðrir starfsmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun