Þingið brást – þjóðin axli ábyrgð Ólafur Arnalds skrifar 19. september 2016 00:00 Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar