Þingið brást – þjóðin axli ábyrgð Ólafur Arnalds skrifar 19. september 2016 00:00 Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Búvörusamningurinn var nýverið samþykktur á Alþingi af 19 þingmönnum sem er innan við þriðjungur þingheims. Innan við helmingur þeirra greiddi atkvæði. Þingmenn skuldbundu þjóðina til um 150 milljarða greiðslna auk annars óbeins stuðnings; álögur upp á svona 250.000 kr. á hvert 4 manna heimili á ári. Til tíu ára! Málin gerast vart stærri. Undirritaður er ekkert á móti stuðningi við landbúnað í dreifbýlinu, en þessi samningur er beinlínis vondur. Hann er gamaldags sýn á byggðaþróun, hann er umhverfisfjandsamlegur og stuðlar að offramleiðslu og tekur ekki mið af breyttum aðstæðum í samfélaginu og mismunandi þörf fyrir slíkan stuðning út um landið. Nú eru yfir 30% sauðfjárframleiðslunnar flutt út og líkur á að það hlutfall hækki verulega. Auka á framleiðslu burtséð frá landkostum. Bændur geta meira að segja hafnað niðurstöðu á endurskoðun samningsins að þremur árum liðnum. Stjórnarandstöðuflokkarnir aðrir en Björt framtíð múruðu sig inn í „Gamla Ísland“ við þessa atkvæðagreiðslu. Græni flokkurinn guggnaði. Annar hafði ekki „mannskap til að kynna sér málið“, enda þótt það sé af stærðargráðu Icesave. Afstaða Samfylkingar er vægast sagt einkennileg, flokkur sem hefur barist gegn þessu kerfi í áratugi og koðnar svo niður þegar á hólminn er komið. Þær skýringar hafa birst að hér sé um að ræða hræðslu vegna atkvæða í dreifbýlinu sem vega tvöfalt á við atkvæði þéttbýlisbúanna. Ja hérna! Þessir flokkar geta vart brotist aftur úr viðjum „Gamla Íslands“ öðru vísi en með því að koma þessum samningi í þjóðaratkvæði, líkt og Icesave. Það opnar dyr fyrir aðra nálgun fyrir þessa samningagerð, sem ætti að fela í sér hlutlausa, víðtæka og opna skoðun á stöðu og þróun landbúnaðarins og dreifbýlis í heild. Alþingi axlaði ekki ábyrgð á búvörusamningnum, en almenningur, dreifbýlið og náttúra landsins sitja uppi með afleiðingarnar. Afgreiðsla Alþingis felur í sér ofbeldi gagnvart lýðræði í landinu. Vísum honum í þjóðaratkvæði!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar