Þétt setið á samstöðufundi RÚV í Háskólabíó Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2013 20:24 Salurinn var troðfullur í kvöld. mynd / vilhelm Samstöðufundur um Ríkisútvarpið fór fram í Háskólabíói í kvöld og var aðalsalurinn þétt setinn. Yfirskrift fundarins var „Okkar Ríkisútvarp“ en ástæðan fyrir fundinum var mikill niðurskurður sem RÚV hefur þurft að taka á sig en 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í síðustu viku hjá stofnuninni. Uppsagnir gætu síðan orðið fleiri í kjölfarið. Á meðal þeirra sem ávörpuðu fundargesti voru þeir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, og Benedikt Erlingsson, leikstjóri. Guðrún Pétursdóttir las upp yfirlýsingu frá Rithöfundasambandinu og Samtóni. Meðfylgjandi er ályktun fundarins sem samþykkt var með dynjandi lófataki í þéttskipuðum sal gesta sem allir risu á fætur.Ályktun fundar til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. des. 2013Fundur haldinn í Háskólabíói til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. desember 2013 fordæmir harðlega þá atlögu sem gerð hefur verið að starfi Ríkisútvarpsins með niðurskurði fjármuna og fjöldauppsögnum starfsfólks, nú síðast fyrir viku. Þær munu skaða verulega alla dagskrárgerð Ríkisútvarpsins og það merka og brýna starf sem þar er unnið.Ríkisútvarpið hefur þegar tekið á sig mikinn niðurskurð með verulegri fækkun starfsfólks á undanförnum misserum. En sú atlaga sem nú er gerð er svo gróf að hún ógnar tilvist Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar.Fundurinn átelur stjórn Ríkisútvarpsins fyrir aðgerðarleysi og sinnuleysi í aðdraganda þessara uppsagna sem eru í hrópandi ósamræmi við gildandi lög um Ríkisútvarpið og skyldur þess skv. lögum og þjónustusamningi. Það er of seint að ætla að móta stefnuna þegar mörgum reyndustu starfsmönnum stofnunarinnar hefur verið sagt upp.Fundurinn krefst tafarlausra skýringa á því hvernig ákvarðanir um uppsagnir voru teknar með hliðsjón af hlutverki útvarpsins.Þess er krafist að farið verði að lögum um tekjur Ríkisútvarpsins og að Alþingi, ríkisstjórn, stjórn ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri standi við þá skyldu sína að verja þessa einstöku upplýsinga- og menningarstofnun sem þeim hefur tímabundið verið falin ábyrgð á. Það er skylda þeirra að skila henni sterkri í hendur þeirra sem á eftir koma. Tengdar fréttir Reiðin vegna RÚV brýst fram Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn er til stuðnings Ríkisútvarpinu. 4. desember 2013 15:27 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Samstöðufundur um Ríkisútvarpið fór fram í Háskólabíói í kvöld og var aðalsalurinn þétt setinn. Yfirskrift fundarins var „Okkar Ríkisútvarp“ en ástæðan fyrir fundinum var mikill niðurskurður sem RÚV hefur þurft að taka á sig en 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í síðustu viku hjá stofnuninni. Uppsagnir gætu síðan orðið fleiri í kjölfarið. Á meðal þeirra sem ávörpuðu fundargesti voru þeir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, og Benedikt Erlingsson, leikstjóri. Guðrún Pétursdóttir las upp yfirlýsingu frá Rithöfundasambandinu og Samtóni. Meðfylgjandi er ályktun fundarins sem samþykkt var með dynjandi lófataki í þéttskipuðum sal gesta sem allir risu á fætur.Ályktun fundar til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. des. 2013Fundur haldinn í Háskólabíói til stuðnings Ríkisútvarpinu 4. desember 2013 fordæmir harðlega þá atlögu sem gerð hefur verið að starfi Ríkisútvarpsins með niðurskurði fjármuna og fjöldauppsögnum starfsfólks, nú síðast fyrir viku. Þær munu skaða verulega alla dagskrárgerð Ríkisútvarpsins og það merka og brýna starf sem þar er unnið.Ríkisútvarpið hefur þegar tekið á sig mikinn niðurskurð með verulegri fækkun starfsfólks á undanförnum misserum. En sú atlaga sem nú er gerð er svo gróf að hún ógnar tilvist Ríkisútvarpsins sem menningarstofnunar.Fundurinn átelur stjórn Ríkisútvarpsins fyrir aðgerðarleysi og sinnuleysi í aðdraganda þessara uppsagna sem eru í hrópandi ósamræmi við gildandi lög um Ríkisútvarpið og skyldur þess skv. lögum og þjónustusamningi. Það er of seint að ætla að móta stefnuna þegar mörgum reyndustu starfsmönnum stofnunarinnar hefur verið sagt upp.Fundurinn krefst tafarlausra skýringa á því hvernig ákvarðanir um uppsagnir voru teknar með hliðsjón af hlutverki útvarpsins.Þess er krafist að farið verði að lögum um tekjur Ríkisútvarpsins og að Alþingi, ríkisstjórn, stjórn ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri standi við þá skyldu sína að verja þessa einstöku upplýsinga- og menningarstofnun sem þeim hefur tímabundið verið falin ábyrgð á. Það er skylda þeirra að skila henni sterkri í hendur þeirra sem á eftir koma.
Tengdar fréttir Reiðin vegna RÚV brýst fram Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn er til stuðnings Ríkisútvarpinu. 4. desember 2013 15:27 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Reiðin vegna RÚV brýst fram Vel á annað þúsund manns hafa boðað komu sína á baráttufund sem haldinn er til stuðnings Ríkisútvarpinu. 4. desember 2013 15:27