Theresa May tekur við af Cameron í dag Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Theresa May ásamt stuðningsmönnum fyrir utan þinghúsið í London á mánudag þegar ljóst var orðið að hún yrði næsti forsætisráðherra Bretlands. Fréttablaðið/EPA Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira