Theresa May tekur við af Cameron í dag Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Theresa May ásamt stuðningsmönnum fyrir utan þinghúsið í London á mánudag þegar ljóst var orðið að hún yrði næsti forsætisráðherra Bretlands. Fréttablaðið/EPA Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira
Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira