Þeir sem eru í hjólastól geta ekki ferðast einir utanbæjar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Engir rampar eru í vögnum Strætó sem keyra utanbæjar. Því getur fólk í hjólastólum ekki ferðast með vögnunum nema aðstoðarmaður beri það inn í vagninn. Fréttablaðið/Anton Brink Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira