Þeir sem eru í hjólastól geta ekki ferðast einir utanbæjar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Engir rampar eru í vögnum Strætó sem keyra utanbæjar. Því getur fólk í hjólastólum ekki ferðast með vögnunum nema aðstoðarmaður beri það inn í vagninn. Fréttablaðið/Anton Brink Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent