Þeir sem eru í hjólastól geta ekki ferðast einir utanbæjar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Engir rampar eru í vögnum Strætó sem keyra utanbæjar. Því getur fólk í hjólastólum ekki ferðast með vögnunum nema aðstoðarmaður beri það inn í vagninn. Fréttablaðið/Anton Brink Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Hjólastólanotendur sem hyggjast ferðast frá höfuðborgarsvæðinu til annarra sveitarfélaga geta ekki nýtt sér þjónustu Strætó án þess að hafa með sér aðstoðarmann. Aðstoðarmaðurinn þarf þá að bera viðkomandi inn og út úr vagninum þar sem enginn rampur er á vögnum sem notaðir eru utanbæjar. Fólk sem hefur ekki tök á aðstoðarmanni eða ferðafélaga verður aftur á móti að ferðast með einkabíl eða sérútbúnum leigubílum.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir mál af þessum toga ekki hafa komið inn á borð hjá henni en var þó undrandi á fyrirkomulaginu. „Strætó er almenningssamgöngur og strætisvagnar eiga að sjálfsögðu að vera aðgengilegir öllum almenningi,“ segir Ellen. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir þær rútur sem notaðar eru utanbæjar ekki frábrugðnar öðrum rútum. „Fólk getur verið með aðstoðarmann sem getur komið því í og úr sæti, þetta er það sem er almennt í boði á Íslandi. Ég held það sé engin rúta til hérlendis sem er með sérstakan búnað fyrir hjólastóla. Búnaðurinn er þó til í þessar rútur,“ segir Jóhannes.Jóhannes S. Rúnarsson, forstjóri Strætó.Fréttablaðið/Anton BrinkSamkvæmt heimasíðu Strætó getur fatlaður einstaklingur ferðast með Strætó að því gefnu að viðkomandi sé fullkomlega sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum. Þá þarf sá einstaklingur að biðja samferðafólk sitt um aðstoð við að taka út ramp fyrir hjólastól eða þá biðla til vagnstjóra um aðstoð. „Það eru ekki slíkir rampar í utanbæjarvögnum, það eru venjulegar rútur,“ segir Jóhannes. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, segist vita af þessu fyrirkomulagi. „Ég benti til dæmis Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum á þetta þegar þau voru að fara af stað með sitt útboð og spurði hvort þau hefðu ekki hugleitt það að gera þessa kröfu í útboðinu, en svarið við því var einfalt nei,“ segir Bergur. Hann segir að það sé nokkurs konar girðing fyrir notendur hjólastóla í kringum höfuðborgarsvæðið. „Girðingin er á Kjalarnesi, svo í áttina að Hellisheiði og svo alls staðar í kringum önnur bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira