Innlent

Þeim sem héldu vinnu leið verr

Svavar Hávarðsson skrifar
Nokkrir af stærstu bönkum landsins.
Nokkrir af stærstu bönkum landsins.
Rannsókn á vegum Vinnueftirlitsins og Háskóla Íslands sýnir að starfsfólk fjármálastofnana sem hélt störfum í kjölfar bankahrunsins mat heilsu sína og vellíðan verri heldur en starfsfólk sem missti vinnuna sex mánuðum eftir hrunið.

Niðurstöðurnar voru birtar í vísindatímaritinu Work, Employment and Society, eins og greint er frá á vef Vinnueftirlitsins.

Niðurstöður sýndu að sá hópur sem mat heilsu sína og vellíðan besta voru þau sem hafði verið sagt upp en höfðu fengið nýja vinnu á þeim tíma sem rannsóknin fór fram.

Þeir sem héldu störfum mátu heilsu sína verri en þeir sem voru enn án atvinnu eftir uppsagnir. Sá hópur sem mat heilsu sína og vellíðan versta var sá sem hélt störfum og upplifði starf sitt ótryggt og bjóst við að geta misst starfið innan árs.

Þessi rannsókn sýnir að í kjölfar mikilla breytinga á vinnustöðum getur starfsumhverfi verið hlaðið streituvöldum eins og ótta við að missa starfið eða að starfskröfur hafa aukist, segir Vinnueftirlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×