Þegar Jagger hringir og biður um lag Guðrún Ansnes skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Aðdáendur Kaleo þurfa ekki að bíða lengur en fram á föstudag með að heyra lagið No Good því þá dettur dýrðin inn á bæði Spotify og iTunes. Mynd/AlexandraValenti Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku. Kaleo Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Þetta kom verulega á óvart, við vorum ekki einu sinni búnir með lagið,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar Kaleo sem nú á lag í spánnýjum þáttum HBO úr smiðju sjálfs rokkhundsins Micks Jagger og Martins Scorsese stjörnuleikstjóra, og mun Terence Winter sömuleiðis koma að skrifum. Lagið prýðir nú þegar auglýsingar þáttanna, sem heita Vinyl og eru væntanlegir til sýningar í febrúar á næsta ári. „Ég fékk bara símtal í síðustu viku þar sem mér var sagt að Jagger og Scorsese vildu fá að máta lagið við nýja þáttaröð. Við höfðum þá alls þrjá daga til að klára það,“ segir Jökull og skellir upp úr, en líkt og áður segir var sveitin í miðju tónleikaferðalagi. „Ég varð bara að hoppa inn í næsta hljóðver í Pittsburgh og taka upp sönginn, svo það var óhjákvæmilegt að beila á þrennum tónleikum, því miður, en ég vona að við getum heimsótt þessa staði sem fyrst aftur og bætt þetta upp,“ útskýrir hann, en menn biðja Jagger væntanlega seint að hinkra örlítið „Persónulega fannst mér þetta hálf óþægilegt, ég er ekki hrifinn af að gera svona á síðustu stundu. En vissulega er þetta magnað tækifæri.“ Aðspurður um hvernig hafi komið til að óklárað lagið hafi ratað inn á borð til Jaggers, segist Jökull sannarlega hissa á því. „Atlantic Record, plötufyrirtækið okkar, hefur greinilega sýnt þeim það á einhverjum fundi, og þá bara svona hrátt mix,“ bendir hann á og segir það augljóslega hafa gengið vel, því þeir hafi orðið yfir sig hrifnir. Skyldu þeir eiga von á að hitta Jagger og Scorsese? „Það verður bara að koma í ljós, en það yrði ofboðslega gaman. Við fórum einmitt á tónleika með Rolling Stones í júní, og ég get fullyrt að þeir eru ekkert orðnir lúnir,“ svara Jökull og hlær. Sveitin er þó ekki óvön að stökkva inn og út úr hljóðverðum sí og æ, því meðfram tónleikaferðalaginu hafa þeir verið að taka upp plötu sem væntanleg er í byrjun næsta árs. „Þetta er búið að ganga vel, en síðasta hálfa árið hefur farið rosalega mikið í ferðalög og við höfum komið fram í yfir fjörutíu fylkjum hérna í Bandaríkjunum,“ segir Jökull og bætir við að nú þegar hafi efni plötunnar verið tekið upp í tíu hljóðverum. „Við ætlum svo líklega flestir að kíkja heim í smá jólafrí í Mosfellssveitina yfir jólin, en höldum svo áfram af fullum krafti strax annan janúar,“ segir í lokin, sérdeilis sáttur með að komast aðeins í íslenska hálku.
Kaleo Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira